Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 13:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, er spenntur fyrir leik kvöldsins er Evrópuvertíð Blika þetta árið fer af stað. vísir/sigurjón „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira