Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júlí 2025 18:57 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þurft að hafa hraðar hendur á fyrsta hálfa ári sínu sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Getty Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti