Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar 9. júlí 2025 09:00 Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Íþróttir barna Frístund barna Sund Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun