Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 09:03 Elon Musk stofnaði Grok árið 2023. Vísir/EPA Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta. Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Sjá meira
Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta.
Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Sjá meira