Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 11:00 Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar