Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:32 Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni og öll erum við aðstandendur. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina, afrakstur vísindastarfs um allan heim, sem leiðir bæði til þess að almennt lifir fólk lengur, eftir að hafa fengið krabbamein og dánartíðni af völdum þess lækkar. Það er sem betur fer þróunin hér á landi þar sem árangurinn er mjög góður. Það er heldur að létta til en á sama tíma eru blikur á lofti. Krabbameinsfélagið hefur lengi vakið athygli á nauðsyn þess að koma upp skýrri, tímasettri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun um hvernig takast eigi á við þær stóru áskoranir sem fylgja hraðri fjölgun krabbameinstilvika og sívaxandi hópi fólks sem þarf margs konar heilbrigðisþjónustu eftir krabbamein. Að meðaltali greindust 2.055 krabbameinstilvik á árunum 2019–2024 en Krabbameinsfélagið spáir að tilvikin verði um 3.000 talsins árið 2040. Í lok árs 2024 voru 19.154 á lífi sem höfðu fengið krabbamein, spár benda til að hópurinn telji að minnsta kosti 27.000 árið 2040. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Til samanburðar voru krabbameinstilvikin að meðaltali 1.190 á árunum 1999–2003. Fjölgunin nemur þannig 67% á 20 ára tímabili, langt umfram íbúafjölgun, og fram til ársins 2040 er spáð um 50% aukningu til viðbótar. Heilbrigðisþjónustan ræður illa við fjöldann í dag og er ekki í stakk búin til að taka við aukningunni að óbreyttu. Á bakvið allar þessar tölur er svo auðvitað mikill fjöldi fólks. Það er krefjandi verkefni fyrir einstaklinga og fjölskyldur að takast á við krabbamein og því fylgir mikil óvissa. Spurningin sem blasir við íslensku samfélagi er hvernig við ætlum standa með öllu þessu fólki og bregðast við einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans. Forgangsröðum við fjármunum til að tryggja bestu mögulega meðferð og stuðning þannig að hægt sé að njóta lífsins með og eftir krabbamein? Gerum við allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að fólk fái krabbamein. Höfum við kjark til að taka ákvarðanir sem leiða til að færri fái krabbamein í framtíðinni? Erum við tilbúin til að gera breytingar í skattamálum, auka hreyfingu á öllum skólastigum eða halda í takmarkanir á áfengissölu, svo eitthvað sé nefnt? Afstaða Krabbameinsfélagsins er skýr en við þurfum afgerandi svör og skýra stefnu frá stjórnvöldum. Metnaðarfullt starfsfólk en við þurfum stjórnvöld með af fullu afli Bið eftir geislameðferðum við sumum krabbameinum er komin langt úr hófi fram, vísbendingar eru um að bið eftir skurðaðgerðum, við sumum meinum, sé líka að lengjast og við höfum dregist aftur úr varðandi innleiðingu krabbameinslyfja. Krabbameinsfélagið hefur í nokkur ár talað fyrir brýnni þörf fyrir nýja dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, sem löngu hefur sprengt utan af sér húsnæðið. Eins og áður sagði fær hluti fólks með krabbamein ekki geislameðferð á réttum tíma, vegna þess að nauðsynlegt húsnæði, tækjabúnaður og starfsfólk er ekki til staðar. Í raun eru dökkir skýjabakkar framundan, sem ógna árangri hér á landi og geta gert það að verkum að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðunum. Krabbameinsfélagið er með stærstu hagsmunasamtökunum hér á landi og lætur sig allt varða er snýr að krabbameinum. Félagið fundaði nýverið með forstjóra og forsvarsfólki krabbameinsþjónustunnar á Landspítala og lýsti þar áhyggjum sínum bæði varðandi stöðuna í dag og til framtíðar. Sem betur fer talaði félagið ekki fyrir daufum eyrum á fundinum. Engum dylst að gríðarlegur metnaður er hjá starfsfólki spítalans um að krabbameinsþjónusta hér á landi sé fyrsta flokks. Sama gildir um starfsfólk á öðrum heilbrigðisstofnunum sem sinna fólki með krabbamein. Vinna við að þróa krabbameinsþjónustu Landspítala þannig að hún fái alþjóðlega gæðavottun sýnir metnaðarfull markmið. Slík vottun er mikið hagsmunamál fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Innan spítalans er einnig verið að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda dag- og göngudeildar til bráðabirgða og í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar er unnið að því að leysa bið eftir geislameðferð, bæði með aukinni mönnun, meðal annars með ráðningu starfsfólks erlendis frá og samningaumleitunum við sjúkrahús erlendis. En starfsfólkið gerir þetta ekki eitt síns liðs. Traustur stuðningur og skilningur stjórnvalda er nauðsynlegur. Baráttumál orðið að veruleika – en meira þarf til Þann 2. júní steig Alþingi mikilvægt skref með samþykkt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030. Óhætt er að segja að einhugur hafi verið á Alþingi í málinu, allir þingmennirnir 57 sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna studdu hana, þvert á flokka. Aðgerðaáætlunin er mjög gott fyrsta skref í átt að virkri krabbameinsáætlun og blæs okkur byr í brjóst en björninn er ekki unninn. Áætlunin er einungis að mjög litlu leyti fjármögnuð og nær ekki til allra þátta, til dæmis ekki húsnæðis, tækja, lyfjamála eða mönnunar. Hins vegar eru í henni aðgerðir sem munu skipta máli til að tryggja áframhaldandi lækkun dánartíðni, aukna lifun og bætt lífsgæði þess stóra hóps sem fær krabbamein og aðstandenda þeirra. Þetta reddast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að vera tilbúin. Með skýrum, markvissum og víðtækum aðgerðum og réttri forgangsröðun fjármuna getur skýjabakkinn gefið eftir og sólin náð að skína. Almenningur leggur traust sitt á Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameinum sem félagið rekur fyrir öflugan stuðning fólksins í landinu. Félagið tekur hlutverk sitt sem öflugan málsvara almennings alvarlega og mun fylgjast þétt með framgangi mála, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun