„Það er engin ástæða til að gefast upp“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 19:11 Brynhildur Briem landeigandi við Þjórsá. vísir/ívar Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. Niðurstaðan á sér tiltölulega langan aðdraganda en ellefu landeigendur við bakka Þjórsár höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun í apríl á síðasta ári vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Fór það svo að Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil í janúar og felldi virkjunarleyfi úr gildi. Var þá ógild heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna skorts á lagastoð í lögum sem er nú búið að breyta. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra sagði um slæmar fréttir að ræða. Nú þyrfti að hafa hraðar hendur og sækja um leyfi á nýjan leik. Allt er þegar þrennt er Brynhildur Briem, landeigandi á svæðinu, fagnaði niðurstöðunnni er hún lá fyrir í morgun. „Ég á hluta í gróðurmikilli eyju í Þjórsá sem hefði eyðilagst algörlega ef það hefði orðið af virkjuninni. Þetta er náttúrulega mjög ánægjulegt. Þetta gat ekki farið öðruvísi því þetta er það eina rétta.“ Ertu þá vongóð um að það verði engar framkvæmdir upp úr þessu? „Nú er búið að vinna tvo mál. Og allt er þegar þrennt er þannig við bara vonum að þetta haldi áfram svona. Það er svo sjáflsagt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. “ Munt þú halda áfram að berjast ef það verður sótt um nýtt leyfi? „Já það er engin ástæða til að gefast upp þegar þú stendur með svona flott mál í höndunum. Ég er undrandi yfir þeim miklu framkvæmdum sem hafa verið þarna í gangi án þess að leyfi hafi fengist.“ Dómurinn sé svekkjandi og mikil vonbrigði Guðjón Ármannsson, lögmaður Landsvirkjunnar, segir dóminn mikil vonbrigði. Óljóst sé hvort hann muni hafa fordæmisgildi. „Ekkert í málsmeðferð eða aðkomu Landsvirkjunnar er fundið að í dóminum. Þetta snýst einungis um það að löggjafinn hafi 2011 hagað málum með þeim hætti að það væri ekki hægt að sækja um undanþágu á vatnshlotinu Þjórsá.“ Nú sé ekkert annað í stöðunni en að sækja aftur um leyfi. „Lagastoðin er skýr í dag, sem hún var ekki að mati Hæstaréttar. Það er auðvitað vonandi hægt að fresta framkvæmdum sem minnst. Það er auðvitað svekkjandi að tapa málum, öllum dómsmálum. Þannig er það bara. En þetta er víst líf lögmannsins.“ Guðjón Ármannsson hæstaréttarlögmaður.vísir/ívar „Þetta eru náttúrulega ólög“ Umhverfissinnar segja um fyrirsjáanlega niðurstöðu að ræða og mikinn sigur fyrir náttúruna. „Ég er mjög glöð og ég held að það séu margir landeigendur við Þjórsá sem sækja þetta mál séu líka mjög glaðir. Þarna eru virkjanaframkvæmdir í fullum gangi þó ekkert hafi verið virkjanaleyfi og það finnst mér mjög ámælisvert,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst líklegt að þau, Landsvirkjun og ríkið muni ekki gefast upp og það muni við ekki gera heldur,“ sagði Snæbjörn Gruðmundsson, formaður Náttúrugriðs. Hann bætir við að um mjög stóran dag sé að ræða fyrir náttúruna. Snæbjörn gefur lítið fyrir nýju lögin sem eiga að tryggja virkjunarleyfi. „Þau lög sem voru samþykkt núna sem kveða á um að hægt sé að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun. Þetta eru náttúrulega ólög. Við teljum það líklegt að þau muni sækja um þetta bráðabirgðaleyfi. Við munum verjast því og aðstoða landeigendur eins og þau óska eftir.“ Afhverju segirðu að þetta séu ólög? „Þetta brýtur gegn EES-rétti. Það verður að veita sérstaka undanþáguheimild fyrir raski af þessu tagi. Það er ekki hægt að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun fyrir utan hið augljós sem er; Hvernig getur virkjun verið til bráðabirgða?“ Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðs, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Niðurstaðan á sér tiltölulega langan aðdraganda en ellefu landeigendur við bakka Þjórsár höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun í apríl á síðasta ári vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Fór það svo að Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil í janúar og felldi virkjunarleyfi úr gildi. Var þá ógild heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna skorts á lagastoð í lögum sem er nú búið að breyta. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra sagði um slæmar fréttir að ræða. Nú þyrfti að hafa hraðar hendur og sækja um leyfi á nýjan leik. Allt er þegar þrennt er Brynhildur Briem, landeigandi á svæðinu, fagnaði niðurstöðunnni er hún lá fyrir í morgun. „Ég á hluta í gróðurmikilli eyju í Þjórsá sem hefði eyðilagst algörlega ef það hefði orðið af virkjuninni. Þetta er náttúrulega mjög ánægjulegt. Þetta gat ekki farið öðruvísi því þetta er það eina rétta.“ Ertu þá vongóð um að það verði engar framkvæmdir upp úr þessu? „Nú er búið að vinna tvo mál. Og allt er þegar þrennt er þannig við bara vonum að þetta haldi áfram svona. Það er svo sjáflsagt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. “ Munt þú halda áfram að berjast ef það verður sótt um nýtt leyfi? „Já það er engin ástæða til að gefast upp þegar þú stendur með svona flott mál í höndunum. Ég er undrandi yfir þeim miklu framkvæmdum sem hafa verið þarna í gangi án þess að leyfi hafi fengist.“ Dómurinn sé svekkjandi og mikil vonbrigði Guðjón Ármannsson, lögmaður Landsvirkjunnar, segir dóminn mikil vonbrigði. Óljóst sé hvort hann muni hafa fordæmisgildi. „Ekkert í málsmeðferð eða aðkomu Landsvirkjunnar er fundið að í dóminum. Þetta snýst einungis um það að löggjafinn hafi 2011 hagað málum með þeim hætti að það væri ekki hægt að sækja um undanþágu á vatnshlotinu Þjórsá.“ Nú sé ekkert annað í stöðunni en að sækja aftur um leyfi. „Lagastoðin er skýr í dag, sem hún var ekki að mati Hæstaréttar. Það er auðvitað vonandi hægt að fresta framkvæmdum sem minnst. Það er auðvitað svekkjandi að tapa málum, öllum dómsmálum. Þannig er það bara. En þetta er víst líf lögmannsins.“ Guðjón Ármannsson hæstaréttarlögmaður.vísir/ívar „Þetta eru náttúrulega ólög“ Umhverfissinnar segja um fyrirsjáanlega niðurstöðu að ræða og mikinn sigur fyrir náttúruna. „Ég er mjög glöð og ég held að það séu margir landeigendur við Þjórsá sem sækja þetta mál séu líka mjög glaðir. Þarna eru virkjanaframkvæmdir í fullum gangi þó ekkert hafi verið virkjanaleyfi og það finnst mér mjög ámælisvert,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst líklegt að þau, Landsvirkjun og ríkið muni ekki gefast upp og það muni við ekki gera heldur,“ sagði Snæbjörn Gruðmundsson, formaður Náttúrugriðs. Hann bætir við að um mjög stóran dag sé að ræða fyrir náttúruna. Snæbjörn gefur lítið fyrir nýju lögin sem eiga að tryggja virkjunarleyfi. „Þau lög sem voru samþykkt núna sem kveða á um að hægt sé að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun. Þetta eru náttúrulega ólög. Við teljum það líklegt að þau muni sækja um þetta bráðabirgðaleyfi. Við munum verjast því og aðstoða landeigendur eins og þau óska eftir.“ Afhverju segirðu að þetta séu ólög? „Þetta brýtur gegn EES-rétti. Það verður að veita sérstaka undanþáguheimild fyrir raski af þessu tagi. Það er ekki hægt að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun fyrir utan hið augljós sem er; Hvernig getur virkjun verið til bráðabirgða?“ Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðs, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Dómsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent