Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 07:30 Ben Askren sést hér í sjúkrarúminu sínu en hann er sem betur fer að braggast eftir fimm skelfilegar vikur. Ben Askren Ben Askren er goðsögn í bandaríska glímuheiminum og keppti á sínum tíma í UFC en þessum fyrrum stórstjarna hefur glímt við afar erfið veikindi í sumar. Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren) MMA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren)
MMA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira