Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 11. júlí 2025 15:03 Á sama tíma og verslanir fyllast af tískufötum á útsöluverði, verður umræða um neysluhyggju, umhverfisáhrif og siðferðilega ábyrgð sífellt háværari. Fatahönnun og fataframleiðsla eru orðin táknmynd samfélags þar sem stöðug eftirspurn eftir hinu nýjasta hefur grafið undan gæðum, virðingu fyrir vinnuafli og sjálfbærni jarðarinnar. Á Íslandi, þar sem neyslumynstur fer stöðugt í átt að ofneyslu, vaknar spurningin um það hvernig við sem neytendur getum brugðist við. Með því að stíga út úr þessari neysluhringrás og ástunda val sem byggist á nægjusemi, virðingu og meðvitund um raunkostnað framleiðslu og kolefnisspors, til hagsbóta fyrir börnin okkar, jörðina og okkur sjálf er fyrsta skrefið stigið. Lífsgæði fyrir sum en ekki öll Í heimi þar sem neysla er oft talin mælikvarði á velgengni, er mikilvægt að staldra við og íhuga áhrif neysluvenja okkar á umhverfið. Ísland er vissulega ofarlega á listum yfir jafnrétti og lífsgæði og því miður einnig hvað varðar neyslu og sóun. Þó við viljum öll geta keypt nauðsynjar og lifað góðu lífi er raunveruleikinn sá að meðaltali losar hver landsmaður sig við um 15–20 kg af textíl á ári, sem er umtalsvert meira en meðaltalið er á heimsvísu. Í þessum tölum felast viss lífsgæði en þau eru vissulega á kostnað náttúru og verkafólks í framleiðslu. Tölur um fátækt á Íslandi bera þó með sér að þetta eigi sannarlega ekki við um okkur öll og er það vel, það eru mörg sem ástunda ábyrga neyslu einfaldlega vegna þess að slíkt er nauðsyn til að ná endum saman. Neysluæði og mengun Þessi ofneysla á fatnaði hefur alvarleg umhverfisáhrif. Textíliðnaðurinn er ábyrgur fyrir 8–10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, meira en allt millilandaflug og sjóflutningar samanlagt já og stríðsrekstur. Aðeins um 1% fatnaðar er endurunnið í annan fatnað svo talið sé og um 12% fer í annars konar endurnýtingu (tuskur, einangrun eða fyllingar í húsgögn). Afgangurinn endar oft á urðunarstöðum eða er brenndur, sem veldur frekari mengun. Umhverfisávinningur þess að þrifta Að þrifta og endurnýta fatnað eru áhrifaríkar leiðir til að draga úr þessum skaðlegu áhrifum á umhverfi og líf verkafólks. Með því að þrifta (kaupa notaðan eða oft ónotaðan fatnað) lengjum við líftíma flíka og drögum úr þörf á nýframleiðslu. Vinsældir endurnotkunar, eða því að þrifta, hafa aukist og nú eru til fjölmargar verslanir og básaleigur sem bjóða upp á notaðan fatnað sem stuðlar að sjálfbærari neyslu. Hins vegar er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að með því að þrifta og endurnýta mun það ekki eitt og sér leysa vandann. Rótin liggur í neysluhyggjunni og þeirri hugmynd að hamingja og sjálfsmynd séu bundin við nýjustu tísku. Nægjusemi, sem felst í að meta það sem við eigum og draga úr óþarfa neyslu er lykilatriði í að breyta þessu hugarfari. Umhverfisáhrif fatakaupa Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hraðtískuiðnað (e. fast fashion) og magnar það upp. Þetta þýðir hraðari og lélegri framleiðsla á fatnaði, meiri sviptingar í tískutímabilum og örari endurnýjun í verslunum, sem að lokum þýðir að fatnaður fer enn hraðar í landfyllingar. Fatnaður er framleiddur úr lélega ofnu efni (ýmsum útgáfum af plasti), þar sem míkrótrefjar af þessu skaðlega efni losna auðveldlega og berast í vatn og loft okkur öllum til skaða um ókomna tíð. Þetta þýðir einnig verri framkoma gagnvart verkafólki þar sem aðbúnaður og umhverfi hefur tekið nýjum lægðum. Allt til að auka afköst með sem minnstum gæðum og mestum gróða fyrir eigendur, á kostnað barna og kvenna sem helst starfa þar við hrikalegar aðstæður. Háhraðatískan er vá Ef hraðtískan er slæm þá er háhraða tískan hræðileg. Meðan hraðtískan sækir innblástur til hátískunnar og ber á borð ódýrari útgáfur hennar á fjórum árstíðum, reynir háhraða tískuiðnaðurinn að auka ofneyslu og höfða til fíknar fólks hvað varðar nýjan fatnað og örari tískutímabil. Af því fötin eru svo ódýr er reynt að selja alla litina eða allar gerðirnar af hverri flík eða útfærslu og oft nokkrar stærðir af sömu flík til að tryggja að ein passi. Þetta er svo allt innblásið af áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, sem fá fatnaðinn gefins og auglýsa grimmt flíkur og tískustefnur sem breytast daglega. Nýjum fatnaði er ekki lengur stillt fram á fjórum árstíðum, heldur koma hundruðir eða þúsundir nýrra flíka daglega á síður þessara verslana. Þetta eru netverslanir sem við þekkjum vel; Shein og Temu sem dæmi. Orðspor þeirra bæði hvað varðar umhverfisvernd og aðbúnað verkafólks er hryllilegt. Ábyrgð áhrifavalda Með þessari tengingu við áhrifavalda og samfélagsmiðla hefur kaupæði (e. shopping haul) verið gert að skemmtun án nokkurrar magnvitundar. Það er nefnilega oft óljóst hversu mikið er keypt, af hvaða gæðum og hvað er og verður raunverulega notað af þessu öllu saman. Þessi sömu fatamerki með sín lágu verð eru að gera fatasóun að sjálfsögðum hlut. Þarna er flík slitin eftir fáa þvotta (kannski bara einn þvott) eða hefur lokið gagni sínu eftir eitt skipti í notkun, já eða aldrei, og verður þannig að rusli með tilheyrandi þörf á að kaupa nýja flík. Þessi neyslumenning og algóritminn færir núverandi og tilvonandi kaupendum hugmyndir um kaup á mun meiri hraða en hinar hefðbundnu árstíðarvörur koma fram í verslanir. Siðferðis - og grænþvottur Við þekkjum flest hugtakið grænþvott. Með grænþvotti er fólki talið í trú um að það sem um er fjallað sé betra fyrir umhverfið en það er. Siðferðisþvottur (e. ethic-washing) er minna þekkt hugtak um það þegar fólki er talið í trú um að vara sé framleidd á betri hátt en hún í raun er, þegar horft er til áhrifa framleiðslunnar á fólk og dýralíf. Aðferðir sem notaðar eru til siðferðis þvottar eru margar, t.d. að ýkja stórlega jákvæð áhrif framleiðslunnar, að snúa út úr sannleikanum, að sýna misvísandi myndir af framleiðslu, setja fram óljósar kröfur og fullyrðingar, sýna fram á loðnar vottanir, beina athygli frá því versta og gjarnan lykilatriðum eða einfaldlega ljúga. Fyrsta óljósa hugtakið sem gjarnan er sett fram eru; ,,sanngjörn laun” sem getur þýtt að framleiðandi greiði smánarleg laun fyrir framleiðsluna vegna fátæktar og neyðar verkafólks en ekki sanngjörn laun sem duga til framfærslu viðkomandi. Raunverulegar aðgerðir Til að ná raunverulegum breytingum þarf samstillt átak einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda undir forystu sjórnvalda sem verða að taka á þessari vá á ábyrgari hátt. Frakkar hafa nú sett lög um auglýsingabann á háhraðatískufatnað þar sem beita má sektum. Hérlend stjórnvöld hljóta að geta stigið ábyrgari og skilvirkari skref í þá átt og ekkert því til fyrirstöðu að ganga lengra og banna innflutning á varningi sem ekki uppfyllir umhverfisstaðla. Um leið megum við ekki sofa á feigðarósi og halda áfram uppteknum hætti og versla endalaust af fatnaði, hver kaup sem hætt er við skipta máli. Með því að sameina krafta okkar getum við skapað samfélag sem byggir á nægjusemi, ábyrgri neyslu og virðingu fyrir náttúrunni. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Umhverfismál Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og verslanir fyllast af tískufötum á útsöluverði, verður umræða um neysluhyggju, umhverfisáhrif og siðferðilega ábyrgð sífellt háværari. Fatahönnun og fataframleiðsla eru orðin táknmynd samfélags þar sem stöðug eftirspurn eftir hinu nýjasta hefur grafið undan gæðum, virðingu fyrir vinnuafli og sjálfbærni jarðarinnar. Á Íslandi, þar sem neyslumynstur fer stöðugt í átt að ofneyslu, vaknar spurningin um það hvernig við sem neytendur getum brugðist við. Með því að stíga út úr þessari neysluhringrás og ástunda val sem byggist á nægjusemi, virðingu og meðvitund um raunkostnað framleiðslu og kolefnisspors, til hagsbóta fyrir börnin okkar, jörðina og okkur sjálf er fyrsta skrefið stigið. Lífsgæði fyrir sum en ekki öll Í heimi þar sem neysla er oft talin mælikvarði á velgengni, er mikilvægt að staldra við og íhuga áhrif neysluvenja okkar á umhverfið. Ísland er vissulega ofarlega á listum yfir jafnrétti og lífsgæði og því miður einnig hvað varðar neyslu og sóun. Þó við viljum öll geta keypt nauðsynjar og lifað góðu lífi er raunveruleikinn sá að meðaltali losar hver landsmaður sig við um 15–20 kg af textíl á ári, sem er umtalsvert meira en meðaltalið er á heimsvísu. Í þessum tölum felast viss lífsgæði en þau eru vissulega á kostnað náttúru og verkafólks í framleiðslu. Tölur um fátækt á Íslandi bera þó með sér að þetta eigi sannarlega ekki við um okkur öll og er það vel, það eru mörg sem ástunda ábyrga neyslu einfaldlega vegna þess að slíkt er nauðsyn til að ná endum saman. Neysluæði og mengun Þessi ofneysla á fatnaði hefur alvarleg umhverfisáhrif. Textíliðnaðurinn er ábyrgur fyrir 8–10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, meira en allt millilandaflug og sjóflutningar samanlagt já og stríðsrekstur. Aðeins um 1% fatnaðar er endurunnið í annan fatnað svo talið sé og um 12% fer í annars konar endurnýtingu (tuskur, einangrun eða fyllingar í húsgögn). Afgangurinn endar oft á urðunarstöðum eða er brenndur, sem veldur frekari mengun. Umhverfisávinningur þess að þrifta Að þrifta og endurnýta fatnað eru áhrifaríkar leiðir til að draga úr þessum skaðlegu áhrifum á umhverfi og líf verkafólks. Með því að þrifta (kaupa notaðan eða oft ónotaðan fatnað) lengjum við líftíma flíka og drögum úr þörf á nýframleiðslu. Vinsældir endurnotkunar, eða því að þrifta, hafa aukist og nú eru til fjölmargar verslanir og básaleigur sem bjóða upp á notaðan fatnað sem stuðlar að sjálfbærari neyslu. Hins vegar er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að með því að þrifta og endurnýta mun það ekki eitt og sér leysa vandann. Rótin liggur í neysluhyggjunni og þeirri hugmynd að hamingja og sjálfsmynd séu bundin við nýjustu tísku. Nægjusemi, sem felst í að meta það sem við eigum og draga úr óþarfa neyslu er lykilatriði í að breyta þessu hugarfari. Umhverfisáhrif fatakaupa Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hraðtískuiðnað (e. fast fashion) og magnar það upp. Þetta þýðir hraðari og lélegri framleiðsla á fatnaði, meiri sviptingar í tískutímabilum og örari endurnýjun í verslunum, sem að lokum þýðir að fatnaður fer enn hraðar í landfyllingar. Fatnaður er framleiddur úr lélega ofnu efni (ýmsum útgáfum af plasti), þar sem míkrótrefjar af þessu skaðlega efni losna auðveldlega og berast í vatn og loft okkur öllum til skaða um ókomna tíð. Þetta þýðir einnig verri framkoma gagnvart verkafólki þar sem aðbúnaður og umhverfi hefur tekið nýjum lægðum. Allt til að auka afköst með sem minnstum gæðum og mestum gróða fyrir eigendur, á kostnað barna og kvenna sem helst starfa þar við hrikalegar aðstæður. Háhraðatískan er vá Ef hraðtískan er slæm þá er háhraða tískan hræðileg. Meðan hraðtískan sækir innblástur til hátískunnar og ber á borð ódýrari útgáfur hennar á fjórum árstíðum, reynir háhraða tískuiðnaðurinn að auka ofneyslu og höfða til fíknar fólks hvað varðar nýjan fatnað og örari tískutímabil. Af því fötin eru svo ódýr er reynt að selja alla litina eða allar gerðirnar af hverri flík eða útfærslu og oft nokkrar stærðir af sömu flík til að tryggja að ein passi. Þetta er svo allt innblásið af áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, sem fá fatnaðinn gefins og auglýsa grimmt flíkur og tískustefnur sem breytast daglega. Nýjum fatnaði er ekki lengur stillt fram á fjórum árstíðum, heldur koma hundruðir eða þúsundir nýrra flíka daglega á síður þessara verslana. Þetta eru netverslanir sem við þekkjum vel; Shein og Temu sem dæmi. Orðspor þeirra bæði hvað varðar umhverfisvernd og aðbúnað verkafólks er hryllilegt. Ábyrgð áhrifavalda Með þessari tengingu við áhrifavalda og samfélagsmiðla hefur kaupæði (e. shopping haul) verið gert að skemmtun án nokkurrar magnvitundar. Það er nefnilega oft óljóst hversu mikið er keypt, af hvaða gæðum og hvað er og verður raunverulega notað af þessu öllu saman. Þessi sömu fatamerki með sín lágu verð eru að gera fatasóun að sjálfsögðum hlut. Þarna er flík slitin eftir fáa þvotta (kannski bara einn þvott) eða hefur lokið gagni sínu eftir eitt skipti í notkun, já eða aldrei, og verður þannig að rusli með tilheyrandi þörf á að kaupa nýja flík. Þessi neyslumenning og algóritminn færir núverandi og tilvonandi kaupendum hugmyndir um kaup á mun meiri hraða en hinar hefðbundnu árstíðarvörur koma fram í verslanir. Siðferðis - og grænþvottur Við þekkjum flest hugtakið grænþvott. Með grænþvotti er fólki talið í trú um að það sem um er fjallað sé betra fyrir umhverfið en það er. Siðferðisþvottur (e. ethic-washing) er minna þekkt hugtak um það þegar fólki er talið í trú um að vara sé framleidd á betri hátt en hún í raun er, þegar horft er til áhrifa framleiðslunnar á fólk og dýralíf. Aðferðir sem notaðar eru til siðferðis þvottar eru margar, t.d. að ýkja stórlega jákvæð áhrif framleiðslunnar, að snúa út úr sannleikanum, að sýna misvísandi myndir af framleiðslu, setja fram óljósar kröfur og fullyrðingar, sýna fram á loðnar vottanir, beina athygli frá því versta og gjarnan lykilatriðum eða einfaldlega ljúga. Fyrsta óljósa hugtakið sem gjarnan er sett fram eru; ,,sanngjörn laun” sem getur þýtt að framleiðandi greiði smánarleg laun fyrir framleiðsluna vegna fátæktar og neyðar verkafólks en ekki sanngjörn laun sem duga til framfærslu viðkomandi. Raunverulegar aðgerðir Til að ná raunverulegum breytingum þarf samstillt átak einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda undir forystu sjórnvalda sem verða að taka á þessari vá á ábyrgari hátt. Frakkar hafa nú sett lög um auglýsingabann á háhraðatískufatnað þar sem beita má sektum. Hérlend stjórnvöld hljóta að geta stigið ábyrgari og skilvirkari skref í þá átt og ekkert því til fyrirstöðu að ganga lengra og banna innflutning á varningi sem ekki uppfyllir umhverfisstaðla. Um leið megum við ekki sofa á feigðarósi og halda áfram uppteknum hætti og versla endalaust af fatnaði, hver kaup sem hætt er við skipta máli. Með því að sameina krafta okkar getum við skapað samfélag sem byggir á nægjusemi, ábyrgri neyslu og virðingu fyrir náttúrunni. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun