Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 11:01 Rúnar Kristinsson hefur mátt brosa yfir gengi Framara undanfarið. Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik dagsins. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi. Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi.
Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira