Telja jákvæðu skrefin of fá Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:16 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, eru meðal fulltrúa sem sitja í stjórn Samtaka Ssjávarútvegssveitarfélaga. Samsett Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar. Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni. Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni.
Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira