Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Haraldur Örn Haraldsson skrifar 13. júlí 2025 10:32 Rio Ferdinand sparaði ekki stóru orðinn þegar hann gagnrýndi Arsenal stuðningsmenn. Malcolm Couzens/Getty Fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand er allt annað en sáttur með stuðningsmenn Arsenal. Allar líkur eru á því að Noni Madueke gangi til liðs við félagið frá Chelsea fyrir rúmlega 50 milljónir punda en hluti stuðningsmanna Arsenal hafa mótmælt því mikið. Chelsea hefur keypt nokkra sóknarmenn í sumar og þar af leiðandi telja þeir að Madueke muni ekki fá sömu mínútur og hann fékk á liðnu tímabili. Þeir eru því tilbúnir að láta hann fara. Arsenal hefur keypt þó nokkra leikmenn frá Chelsea nýlega, líkt og Jorginho og Kai Havertz, og í þessum glugga keyptu þeir Kepa Arrizabalaga. Í heild, ef Madueke skiptin klárast, mun Arsenal hafa eytt meira en 100 milljónum punda í leikmenn frá Chelsea síðustu þrjú ár. Stuðningsmenn Arsenal telja Madueke líka ekki vera nógu góðan leikmenn. Þetta hefur orðið til þess að undirskriftalisti hefur verið stofnaður til að mótmæla félagaskiptunum. Ferdinand tjáði sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. „Fyrir ungan 23 ára gamlan enskan leikmann, að vera svívirtur, lagður í einelti, og látinn skammast sín. Á tíma þegar hann ætti að vera að fagna 55 milljón punda félagaskiptum. Já, ungur strákur með draum um að ganga frá félagaskiptum til félags sem hann vill fara til. Að það sé komið fram við hann á þennan hátt, af hluta Arsenal stuðningsmanna er til skammar,“ sagði Ferdinand. „Það er í góðu lagi að vera ósammála kaupum, eða ákvörðunum hjá félaginu sem þú styður, en hvernig sumir stuðningsmenn hafa brugðist við og búið til þennan undirskriftalista skil ég ekki. Ég hef aldrei séð svona gerast áður og ég vona að ég sjái það ekki aftur. Ímyndið ykkur að þetta væri besti vinur þinn, eða fjölskyldumeðlimur. Segðu mér svo hvernig þér myndi líða að sjá þessa ógeðslegu hegðun,“ bætti Ferdinand við. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Chelsea hefur keypt nokkra sóknarmenn í sumar og þar af leiðandi telja þeir að Madueke muni ekki fá sömu mínútur og hann fékk á liðnu tímabili. Þeir eru því tilbúnir að láta hann fara. Arsenal hefur keypt þó nokkra leikmenn frá Chelsea nýlega, líkt og Jorginho og Kai Havertz, og í þessum glugga keyptu þeir Kepa Arrizabalaga. Í heild, ef Madueke skiptin klárast, mun Arsenal hafa eytt meira en 100 milljónum punda í leikmenn frá Chelsea síðustu þrjú ár. Stuðningsmenn Arsenal telja Madueke líka ekki vera nógu góðan leikmenn. Þetta hefur orðið til þess að undirskriftalisti hefur verið stofnaður til að mótmæla félagaskiptunum. Ferdinand tjáði sig um málið á sínum samfélagsmiðlum. „Fyrir ungan 23 ára gamlan enskan leikmann, að vera svívirtur, lagður í einelti, og látinn skammast sín. Á tíma þegar hann ætti að vera að fagna 55 milljón punda félagaskiptum. Já, ungur strákur með draum um að ganga frá félagaskiptum til félags sem hann vill fara til. Að það sé komið fram við hann á þennan hátt, af hluta Arsenal stuðningsmanna er til skammar,“ sagði Ferdinand. „Það er í góðu lagi að vera ósammála kaupum, eða ákvörðunum hjá félaginu sem þú styður, en hvernig sumir stuðningsmenn hafa brugðist við og búið til þennan undirskriftalista skil ég ekki. Ég hef aldrei séð svona gerast áður og ég vona að ég sjái það ekki aftur. Ímyndið ykkur að þetta væri besti vinur þinn, eða fjölskyldumeðlimur. Segðu mér svo hvernig þér myndi líða að sjá þessa ógeðslegu hegðun,“ bætti Ferdinand við.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira