Erlent

Trump segir Pútín hafa komið sér á ó­vart

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump ræddi við fréttamenn í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi Pútín Rússlandsforseta. 
Trump ræddi við fréttamenn í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi Pútín Rússlandsforseta.  AP Photo/Jacquelyn Martin

Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Bandaríkjaforseti mun síðan sjálfur hitta Mark Rutte framkvæmdastjóra Nato í Hvíta húsinu í Washington þar sem Úkraína verður einnig til umræðu. Tónninn í Trump gagnvart Úkraínu og Vladimír Pútín Rússlandsforseta hefur breyst nokkuð síðustu daga. 

„Pútín hefur komið öllum á óvart. Hann lofar öllu fögru og svo gerir svo loftárásir um kvöldið. Það er smá vandamál í gangi þarna og ég kann ekki við það,“ sagði Trump við blaðamenn í gærkvöldi.

Í síðustu viku gerðu Rússar sínar umfangsmestu árásir á Úkraínu til þessa og í síðasta mánuði létust fleiri Úkraínumenn í loftárásum Rússa á einum mánuði en síðustu þrjú árin þar á undan.

Trump lýsti því svo yfir að hann muni auka við hernaðarstuðning Úkraínumanna og senda þeim búnað á borð við Patriot loftvarnakerfi og fleiri hátæknivopn.

Forsetinn tók þó fram að Bandaríkjamenn muni fá vopnastuðninginn að fullu endurgreiddann og að Evrópusambandið muni borga brúsann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×