Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 17:17 Spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á mótinu. @arndisdiljaa Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira