Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 17:17 Spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á mótinu. @arndisdiljaa Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira