Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:57 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar. Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent