Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:57 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar. Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira