Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2025 14:41 Sophie og Jana Krebs áttu ekki í neinum vandræðum með að komast að svæðinu. Vísir/Bjarni Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira