Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2025 14:41 Sophie og Jana Krebs áttu ekki í neinum vandræðum með að komast að svæðinu. Vísir/Bjarni Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira