Fótbolti

Belling­ham í að­gerð á öxl og missir af næstu lands­leikjum

Siggeir Ævarsson skrifar
Bellingham missir af tveimur næstu leikjum enska landsliðsins
Bellingham missir af tveimur næstu leikjum enska landsliðsins Vísir/Getty

Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, mun missa af fyrstu sex vikum komandi tímabils í það minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á öxl.

Öxlin hefur verið að angra Bellingham síðan 2023 þegar hann fór úr lið í leik gegn Rayo Vallecano. Hann  hefur síðan þá leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var að sögn orðinn þreyttur á því og var því ákveðið að senda hann í aðgerð um leið og þátttöku Real Madrid á heimsmeistaramóti félagsliða lauk.

Bellingham mun því missa af öllu undirbúningstímabilinu með Real en það verður að vísu ekki langt þar sem fyrsti deildarleikur liðsins er á dagskrá þann 19. ágúst. Hann missir einnig væntanlega af tveimur næstu landsleikjum Englendinga gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×