Fótbolti

Yamal tekur ó­hræddur við tíunni

Siggeir Ævarsson skrifar
Lamine Yamal fetar í fótspor Messi, Ronaldinho og Maradona, svo að einhver nöfn séu nefnd
Lamine Yamal fetar í fótspor Messi, Ronaldinho og Maradona, svo að einhver nöfn séu nefnd Vísir/Getty

Lamine Yamal mun spila í treyju númer tíu hjá Barcelona á komandi tímabili en margar af stærstu stjörnum Barcelona hafa spilað með númerið á bakinu í gegnum árin.

Yamal sem varð 18 ára þann 13. júlí síðastliðinn skrifaði undir nýjan samning við Barcelona í vor sem tók formlega gildi þegar hann varð 18 ára. Samningurinn tryggir honum eitthvað í kringum átta milljónir evra í árslaun og þá er ákvæði í samningnum sem segir að Yamal sé frjálst að fara frá félaginu ef tilboð upp á einn milljarð evra liggi fyrir.

Treyja númer tíu hjá Barcelona hefur oftast verið frátekin fyrir þeirra allra stærstu stjörnur og má þarf nefna leikmenn eins og Lionel Messi, Ronaldinho, Rivaldo, Maradona, Romario og Gary Lineker.

Númerinu fylgir því ákveðin pressa en Yamal tekur henni af stóískri ró.

„Það var draumur minn sem barn að spila fyrir Barcelona og með númer tíu á baki. Hvert einasta barn sem fæðist í Barcelona dreymir um það. Messi skapaði sér sína arfleið og nú er komið að mér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×