Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 07:29 Trump gerði mikið úr samsæriskenningum í kosningabaráttunni en segir Epstein-málið nú storm í vatnsglasi. Chris Unger/Zuffa LLC Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira