Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:31 Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun