Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 17. júlí 2025 11:01 Í valdakerfum almennt kann ómeðvituð vörn að birtast í tóni, formi og rökfærslu. Ekki endilega í inntaki umræðuefnisins – heldur í því hvernig gagnrýni er svarað. Þegar einhver stendur í pontu og bendir á skaðlegt mynstur – þá mætir hann oft ekki skilningi heldur raddfestum og málefnalegum veggjum. „Við berum ábyrgð á heildarmyndinni – ekki tilfinningalegum undirtónum einstakra mála.“ „Við verðum að forðast að reisa stefnu á tilfinningalegum sveiflum.“ „Ég skil að fólk hafi tilfinningar – en við verðum að taka mið af staðreyndum.“ „Við verðum að gæta að trúverðugleika stofnana, ekki lúta persónulegum kröfum.“ Þar ómar rómur hinnar lærðu og ómeðvituðu varnar: „Hún verst gagnrýninni, brýtur hana í málefnalega samantekt – og heldur svo áfram óbreytt.“ Réttlætingin er sameiginleg rödd – ekki bara einstaklingsbundin vörn Ómeðvitaða vörnin birtist ekki bara sem manneskja. Hún er rödd kerfisins. Hún birtist í orðræðu, í mótvægisaðgerðum, í reglugerðum, í áréttingu um jafnvægi og velsæmi. Hún segir: „Við tökum þessum sjónarmiðum alvarlega – en…“ „Við skiljum að þetta snerti marga – en við verðum að halda okkur við staðreyndir.“ „Við erum öll í þessu saman – og það skiptir máli að vera ábyrg.“ Að baki þessum röddum býr óttinn við það sem raunverulegur skilningur krefst: Viðurkenningar á áhrifum. Tilfinningalegrar ábyrgðar. Opins huga. Breytinga. Að taka ábyrgð krefst þess að við þolum óþægindi án þess að fara í vörn – við verðum þess í stað að leyfa sektarkennd, vangaveltum og spurningum að komast að – án þess að hneykslast, án hroka. Ómeðvitaða vörnin leyfir það þó ekki – því þá þyrfti hún að afhjúpast sem mannleg og ófullkomin og það má hún hvorki opinberlega né heldur ein og sér með sjálfri sér. Það sem birtist í kerfinu – og í stofunni heima Mannskepnan er gædd flokkunarhæfni og aðlögunarhæfni. Hún gerir sér einnig eigið mynstur án þess að vera mikið meðvituð um það dags daglega. Hún greinir, nefnir, aðskilur og sér mynstur í umhverfinu, í öðrum – og stundum í sjálfri sér ef hún leyfir einhverja sjálfsskoðun. Stundum breytist þessi hæfileiki í ómeðvitaða vörn, um leið og við mætum röddum sem ögra þeirri sjálfs- og heimsmynd sem okkur þykir vera sú eina rétta. Við skynjum, en stundum leyfum við okkur ekki að finna. Við sjáum, en það er auðveldara að flýja á bak við viðhorf sem við höfum tileinkað okkur og beina fingrinum að „hinum sem skilur ekkert“. Þarna fæðist ómeðvituð vörn. Hún skynjar umhverfið – en eigið landslag er stundum ókannað. Hún hefur auga fyrir mynstrum annarra. Hún bendir á kerfi, skekkjur og vald – en þegar athyglin beinist loks að henni sjálfri, breytist næmnin í réttlætingu: „Ég skil að þetta er erfitt, en við verðum að horfa á heildarmyndina og ekki festast í smáatriðum.“ „Ég vil nálgast þetta rökrétt og halda andrúmsloftinu rólegu.“ „Það gagnast engum að vera í tilfinningalegu uppnámi yfir þessu.“ Því þótt „greiningin“ virðist gagnleg – getur hún orðið að skel sem hindrar framgang og tengsl. Ómeðvituð vörn skapar tilfinningu fyrir ábyrgð og skynsemi, án þess að hún sé til staðar. Hún getur virst vera skref að skilningi – en reynist í raun veggur gegn breytingum og tengslum. Greining án ábyrgðar getur orðið að sjálfsvörn. Þegar við verjum okkar eigin rann eða „okkar“ málstað með rökum – þá losnum við undan ábyrgðinni sem særir yfirborðsmennskuna og lokar á umbreytingu og innri þroska okkar. Ekkert breytist, allt endurtekur sig – flokkunarhæfnin og aðgreiningagreindin stýra sviðinu og við aftengjumst innan vanans. Réttlæting sem sjálfsvörn Það hefur aldrei verið neinum notalegt að kúra uppi í sófa með réttlætingunni. Hún er ekki mjúkt teppi – hún er herpt vöðvaviðbragð. Hún setur líkama og hjarta í „réttláta“ varnarstöðu. Hún talar kannski rólega, skýrir allt út – en hún hleypir engu nær. Kannski vissu um eigið ágæti, en ekki sektarkennd, ekki angurværð, ekki sorg eða viðurkenningu eigin áhrifa. Réttlætingin segir: „Ég skil sjálfa mig.“ – og það er nóg. Í orðum hennar felst hins vegar: „Ég ætla ekki að horfa lengra. Ég held mig við skoðanir sem ég þekki og samþykktar eru í mínu nærumhverfi.“ Við þetta verður til mynstur – ekki rými fyrir skilning, heldur múr sem ver sjálfsmyndina og um leið tíðarandann. Réttlæting byrjar oft sem eðlislægt viðbragð. Verði réttlætingin að vana – verður hún að mynstri sem stöðvar breytingu. Þar fæðist ómeðvituð vörnin: sú sem verst gagnrýni – og breytist ekki. Lokaorð Við þurfum ekki að fjandskapast við ómeðvituðu vörnina í okkur. Það er hins vegar mikilvægt að taka eftir henni og að leggja hana til hliðar er dagleg þjálfun til bættra tengsla og samfélags í heild sinni. Ómeðvituð vörnin er bergmál árhundraðanna. Mynstrið varð til þegar við þurftum skjól – í stríði, í þöggun, í skömminni. Framtíðin krefst þess að við leyfum okkur að vera það sem við erum. Það er auðvelt að sjá og greina mynstur í öðrum og í kerfum. En umbreytingin byrjar þegar við leyfum okkur að horfa á hvernig eigin þátttaka speglar þessi sömu mynstur – þau sem við vonumst til að breytist. Réttlætingin, þessi herpti vöðvi, verndar ekki lengur – hún hindrar framgang. Ef við viljum breyta mynstrum – ekki bara greina þau – þurfum við að leggja frá okkur vörnina og ganga inn í meðvitað og einlægt samband við okkur sjálf, aðra og samfélagið í heild sinni. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í valdakerfum almennt kann ómeðvituð vörn að birtast í tóni, formi og rökfærslu. Ekki endilega í inntaki umræðuefnisins – heldur í því hvernig gagnrýni er svarað. Þegar einhver stendur í pontu og bendir á skaðlegt mynstur – þá mætir hann oft ekki skilningi heldur raddfestum og málefnalegum veggjum. „Við berum ábyrgð á heildarmyndinni – ekki tilfinningalegum undirtónum einstakra mála.“ „Við verðum að forðast að reisa stefnu á tilfinningalegum sveiflum.“ „Ég skil að fólk hafi tilfinningar – en við verðum að taka mið af staðreyndum.“ „Við verðum að gæta að trúverðugleika stofnana, ekki lúta persónulegum kröfum.“ Þar ómar rómur hinnar lærðu og ómeðvituðu varnar: „Hún verst gagnrýninni, brýtur hana í málefnalega samantekt – og heldur svo áfram óbreytt.“ Réttlætingin er sameiginleg rödd – ekki bara einstaklingsbundin vörn Ómeðvitaða vörnin birtist ekki bara sem manneskja. Hún er rödd kerfisins. Hún birtist í orðræðu, í mótvægisaðgerðum, í reglugerðum, í áréttingu um jafnvægi og velsæmi. Hún segir: „Við tökum þessum sjónarmiðum alvarlega – en…“ „Við skiljum að þetta snerti marga – en við verðum að halda okkur við staðreyndir.“ „Við erum öll í þessu saman – og það skiptir máli að vera ábyrg.“ Að baki þessum röddum býr óttinn við það sem raunverulegur skilningur krefst: Viðurkenningar á áhrifum. Tilfinningalegrar ábyrgðar. Opins huga. Breytinga. Að taka ábyrgð krefst þess að við þolum óþægindi án þess að fara í vörn – við verðum þess í stað að leyfa sektarkennd, vangaveltum og spurningum að komast að – án þess að hneykslast, án hroka. Ómeðvitaða vörnin leyfir það þó ekki – því þá þyrfti hún að afhjúpast sem mannleg og ófullkomin og það má hún hvorki opinberlega né heldur ein og sér með sjálfri sér. Það sem birtist í kerfinu – og í stofunni heima Mannskepnan er gædd flokkunarhæfni og aðlögunarhæfni. Hún gerir sér einnig eigið mynstur án þess að vera mikið meðvituð um það dags daglega. Hún greinir, nefnir, aðskilur og sér mynstur í umhverfinu, í öðrum – og stundum í sjálfri sér ef hún leyfir einhverja sjálfsskoðun. Stundum breytist þessi hæfileiki í ómeðvitaða vörn, um leið og við mætum röddum sem ögra þeirri sjálfs- og heimsmynd sem okkur þykir vera sú eina rétta. Við skynjum, en stundum leyfum við okkur ekki að finna. Við sjáum, en það er auðveldara að flýja á bak við viðhorf sem við höfum tileinkað okkur og beina fingrinum að „hinum sem skilur ekkert“. Þarna fæðist ómeðvituð vörn. Hún skynjar umhverfið – en eigið landslag er stundum ókannað. Hún hefur auga fyrir mynstrum annarra. Hún bendir á kerfi, skekkjur og vald – en þegar athyglin beinist loks að henni sjálfri, breytist næmnin í réttlætingu: „Ég skil að þetta er erfitt, en við verðum að horfa á heildarmyndina og ekki festast í smáatriðum.“ „Ég vil nálgast þetta rökrétt og halda andrúmsloftinu rólegu.“ „Það gagnast engum að vera í tilfinningalegu uppnámi yfir þessu.“ Því þótt „greiningin“ virðist gagnleg – getur hún orðið að skel sem hindrar framgang og tengsl. Ómeðvituð vörn skapar tilfinningu fyrir ábyrgð og skynsemi, án þess að hún sé til staðar. Hún getur virst vera skref að skilningi – en reynist í raun veggur gegn breytingum og tengslum. Greining án ábyrgðar getur orðið að sjálfsvörn. Þegar við verjum okkar eigin rann eða „okkar“ málstað með rökum – þá losnum við undan ábyrgðinni sem særir yfirborðsmennskuna og lokar á umbreytingu og innri þroska okkar. Ekkert breytist, allt endurtekur sig – flokkunarhæfnin og aðgreiningagreindin stýra sviðinu og við aftengjumst innan vanans. Réttlæting sem sjálfsvörn Það hefur aldrei verið neinum notalegt að kúra uppi í sófa með réttlætingunni. Hún er ekki mjúkt teppi – hún er herpt vöðvaviðbragð. Hún setur líkama og hjarta í „réttláta“ varnarstöðu. Hún talar kannski rólega, skýrir allt út – en hún hleypir engu nær. Kannski vissu um eigið ágæti, en ekki sektarkennd, ekki angurværð, ekki sorg eða viðurkenningu eigin áhrifa. Réttlætingin segir: „Ég skil sjálfa mig.“ – og það er nóg. Í orðum hennar felst hins vegar: „Ég ætla ekki að horfa lengra. Ég held mig við skoðanir sem ég þekki og samþykktar eru í mínu nærumhverfi.“ Við þetta verður til mynstur – ekki rými fyrir skilning, heldur múr sem ver sjálfsmyndina og um leið tíðarandann. Réttlæting byrjar oft sem eðlislægt viðbragð. Verði réttlætingin að vana – verður hún að mynstri sem stöðvar breytingu. Þar fæðist ómeðvituð vörnin: sú sem verst gagnrýni – og breytist ekki. Lokaorð Við þurfum ekki að fjandskapast við ómeðvituðu vörnina í okkur. Það er hins vegar mikilvægt að taka eftir henni og að leggja hana til hliðar er dagleg þjálfun til bættra tengsla og samfélags í heild sinni. Ómeðvituð vörnin er bergmál árhundraðanna. Mynstrið varð til þegar við þurftum skjól – í stríði, í þöggun, í skömminni. Framtíðin krefst þess að við leyfum okkur að vera það sem við erum. Það er auðvelt að sjá og greina mynstur í öðrum og í kerfum. En umbreytingin byrjar þegar við leyfum okkur að horfa á hvernig eigin þátttaka speglar þessi sömu mynstur – þau sem við vonumst til að breytist. Réttlætingin, þessi herpti vöðvi, verndar ekki lengur – hún hindrar framgang. Ef við viljum breyta mynstrum – ekki bara greina þau – þurfum við að leggja frá okkur vörnina og ganga inn í meðvitað og einlægt samband við okkur sjálf, aðra og samfélagið í heild sinni. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun