Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Jennifer Lopez ásamt eiginmönnum sínum fjórum: Ojani Noa, Cris Judd, Marc Anthony og Ben Affleck. Getty Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira