Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júlí 2025 12:01 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“ Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira