Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 11:18 Keir Starmer forsætisráðherra mætir á kjörstað í London sumarið 2024 ásamt eiginkonu sinni Victoriu. Getty Images/Jakub Porzycki Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. England Réttindi barna Bretland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
England Réttindi barna Bretland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira