Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2025 13:26 Reykjavík Visual Effects hefur komið að tæknibrellugerð fyrir fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. Greint er frá tilnefningunum á vef sjónvarpsakademíunnar sem heldur Emmy-verðlaunin. Báðar tilnefningar eru í flokki tæknibrella í þáttaseríu eða kvikmynd en einnig er tilnefnt fyrir staka þætti. Um er að ræða aðra þáttarröðu af bæði The Last of Us og House of the Dragon sem eru sýndir og framleiddir af HBO. RVX keppir um verðlaunin við þá sem gerðu tæknibrellur fyrir Dune: Prophecy, aðra seríu af The Lord of the Rings: Rings of Power og aðra seríu Star Wars-þáttanna Andor. RVX er tækni-og myndbrellustúdíó sem var stofnað árið 2008 og kom fyrst að tæknibrellugerð fyrir íslenskar myndir á borð við Fúsa og Málmhaus. Síðan þá hefur stúdíóið komið að gerð Hollywood-mynda á borð við Gravity, Sherlock Holmes og Harry Potter and the Deathly Hallows og sjónvarpsþátta á borð við The Witcher og The Marvelous Mrs. Maisel. Lista yfir verk RVX má sjá hér. RVX hefur áður hlotið BAFTA-verðlaun fyrir aðra seríu The Witcher og Eddu-verðlaun fyrir Eiðinn, Ófærð og Djúpið. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Greint er frá tilnefningunum á vef sjónvarpsakademíunnar sem heldur Emmy-verðlaunin. Báðar tilnefningar eru í flokki tæknibrella í þáttaseríu eða kvikmynd en einnig er tilnefnt fyrir staka þætti. Um er að ræða aðra þáttarröðu af bæði The Last of Us og House of the Dragon sem eru sýndir og framleiddir af HBO. RVX keppir um verðlaunin við þá sem gerðu tæknibrellur fyrir Dune: Prophecy, aðra seríu af The Lord of the Rings: Rings of Power og aðra seríu Star Wars-þáttanna Andor. RVX er tækni-og myndbrellustúdíó sem var stofnað árið 2008 og kom fyrst að tæknibrellugerð fyrir íslenskar myndir á borð við Fúsa og Málmhaus. Síðan þá hefur stúdíóið komið að gerð Hollywood-mynda á borð við Gravity, Sherlock Holmes og Harry Potter and the Deathly Hallows og sjónvarpsþátta á borð við The Witcher og The Marvelous Mrs. Maisel. Lista yfir verk RVX má sjá hér. RVX hefur áður hlotið BAFTA-verðlaun fyrir aðra seríu The Witcher og Eddu-verðlaun fyrir Eiðinn, Ófærð og Djúpið.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira