Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 23:00 Jón Daði í leik með Burton á síðustu leiktíð. James Baylis/Getty Images Jón Daði Böðvarsson lék með enska C-deildarliðinu Burton Albion síðari hluta síðasta tímabils. Er hann stór ástæða þess að liðið féll ekki. Félagið, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, er nú undir rannsókn vegna þess ótrúlega fjölda leikmanna sem gengu til liðs við það síðasta sumar. Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Landsliðsframherjinn fyrrverandi samdi nýverið við Selfoss, uppeldisfélag sitt, eftir meira en áratug í atvinnumennsku. Jón Daði lék síðast með Burton Albion en þar skoraði hann fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu í aðeins 13 leikjum. Innkoma hans í liðið hjálpaði liðinu að klífa upp úr fallsæti og halda sæti sínu í League One eða C-deildinni á Englandi. Breska ríkisútvarpið greinir nú frá því að félagið sé í vandræðum vegna virkni þess á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Fyrr sama sumar tók NFG, Nordic Football Group, yfir félagið. Í eigendahópi félagsins eru alls sex Íslendingar. Þar á meðal eru hjónin Ólafur Páll Snorrason og Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem bæði voru í knattspyrnu á sínum tíma. Þá var Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – fyrrverandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins, um tíma yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann sagði starfi sínu lausu í janúar á þessu ári. NFG heimtaði að tekið yrði til í leikmannahópi Burton og því voru 23 leikmenn fengnir inn síðasta sumar. Er það met á Bretlandseyjum er kemur að fjölda nýrra leikmanna í einum félagaskiptaglugga. Enska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur af hversu margir utanaðkomandi aðilar komu að félagskiptunum. Sem stendur nær rannsókn sambandsins aðeins til gluggans síðasta sumar og hefur því engin áhrif á hvort leikmenn gangi til liðs við það í dag. Jón Daði skrifaði undir hjá Burton þann 16. janúar síðastliðinn þegar liðið sat sem fastast í fallsæti. Það birti til eftir að Selfyssingurinn mætti á svæðið. Samningur hans rann út í sumar og ákvað hann í kjölfarið að halda heim á leið þrátt fyrir að Burton hafi viljað bjóða honum nýjan samning. BBC greindi frá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira