Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Ætli Mbeumo geti leyst markmannsvandræði Man United? EPA-EFE/Vísir Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira