„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:32 Diljá Ýr Zomers mætir til leiks á Evrópumótinu í Sviss. Hún var í hópnum en fékk þó ekki að spila í þremur leikjum íslenska liðsins. Getty/Aitor Alcalde Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá. Norski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá.
Norski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira