Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2025 08:46 Yfir áttatíu prósent farþega Icelandair eru útlendingar, miðað við tölur um hvar farseðlarnir voru keyptir. Vilhelm Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug. Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44