Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. júlí 2025 23:44 Houssam Alamatouri og Amal Sneih Farrag hafa búið um nokkurt skeið á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu. Sýrland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu.
Sýrland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira