Erlent

Rússar opnir fyrir friðar­við­ræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Peskov sagði markmið Rússa skýr.
Peskov sagði markmið Rússa skýr. AP/Yury Kochetkov

Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið.

Þetta kom fram í máli Dmitry Peskov, talsmanns stjórnvalda í Moskvu í gær, þar sem hann sagði Rússa ætla að ná fram markmiðum sínum og þau væru skýr. 

Ef marka má yfirlýsingar Rússa síðustu daga þykir þeim lítil til afarkosta Donald Trump Bandaríkjaforseta koma en hann hefur gefið þeim 50 daga til að semja um vopnahlé. Ellegar muni þeir sæta hörðum refsiaðgerðum.

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist á laugardag hafa áhuga á að menn freistuðu þess að setjast aftur við samningaborðið. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum, samkvæmt rússneskum miðlum.

Fjöldi elda kviknaði og að minnsta kosti einn lést í árás Rússa á Kænugarð í nótt. Björgunarstarf stendur yfir í fjórum hverfum borgarinnar að sögn borgarstjórans Vitali Klitschko. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×