„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 12:08 Mikil gosmóða hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira