Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira