Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 14:51 Lögreglunni hefur borist yfir hundrað tilkynningar það sem af er ári. Vísir/Arnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. „Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“ Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
„Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“
Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira