Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 14:51 Lögreglunni hefur borist yfir hundrað tilkynningar það sem af er ári. Vísir/Arnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. „Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“ Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
„Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“
Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira