Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 16:10 Þorgerður Katrín er meðal 25 utanríkisráðherra sem skrifa undir yfirlýsinguna. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín hefur undirritað ásamt utanríkisráðherrum Ástralíu, Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Japans, Kanada, Lettlands, Litháens, Lúxemborgar, Nýja Sjálands, Noregs, Portúgals, Póllands, Slóveníu, Spánar, Sviss og Svíþjóðar, segir að þjáning íbúanna á Gasa hafi náð nýjum hæðum. Ísrael verði að uppfylla skyldur sínar Ráðherrarnir fordæma hvernig staðið sé að veitingu mannúðaraðstoðar á Gasa og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum sem eigi sér það markmið eitt að tryggja sér aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. „Hryllilegt sé að meira en 800 Palestínumenn hafi verið drepnir við slíkar aðstæður. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um sameiginlegu yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni eru Hamas-samtökin einnig fordæmd fyrir að halda fólki áfram í gíslingu, og kallað eftir því að öllum gíslum verði sleppt án tafar og án skilyrða. Vopnahlé feli í sér bestu vonina um að hægt verði að fá gíslana lausa, og binda þannig enda á þjáningar ættingja þeirra. Mannúðarborg ekki í myndinni Ráðherrarnir segja að tillögur ísraelskra ráðamanna um flutning Palestínumanna í svokallaða „mannúðarborg“ á Gasa vera algjörlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. „Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu.“ Fram undan er ráðstefna í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna um hina svokölluðu tveggja ríkja lausn, en hún fer fram 28. til 30. júlí. „Stjórnvöld í Frakklandi og Sádi-Arabíu hafa staðið straum af skipulagningu ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að fara fram 17.-20. júní en var frestað þá vegna hernaðarátaka milli Ísraels og Írans. Tilgangur ráðstefnunnar er sá að leita leiða til að hrinda tveggja ríkja lausninni í framkvæmd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun sækja ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda