Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar 21. júlí 2025 16:30 Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun