Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 07:02 Var mikilvægur hlekkur í tvöföldu meistaraliði, valinn besti ungi leikmaðurinn og lék sína fyrstu A-landsleiki. Kristian Tuxen Ladegaard Berg/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var stærsta sala í sögu FC Kaupmannahafnar en það styttist í að staðfest verði að það met hafi verið slegið. Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.
Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira