„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2025 22:46 Stanway í leiknum gegn í Svíþjóð. EyesWideOpen/Getty Images Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. „Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
„Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira