Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 12:46 Sarina Wiegman knúsar Michelle Agyemang sem skoraði mikilvæg jöfnunarmörk gegn bæði Svíþjóð og Ítalíu til að knýja fram framlengingu. Alexander Hassenstein/Getty Images Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit
EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira