Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2025 14:30 Vilhjálmur Árnason er hugsi yfir alþjóðlegri vernd þeirra sem endurtekið komist í kast við lögin eða ógni öryggi og friði samborgara sinna. Vísir/Anton/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“ Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“
Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira