„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 19:32 Kjartan Þorbjörnsson, Golli, segir ömurlegt að fréttaljósmyndarar geti ekki sinnt starfi sínu í friði. Vísir/Vilhelm Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli. Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli.
Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira