Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2025 11:51 Birkir Thor telur litlar sem engar líkur á að stýrivextir lækki í næsta mánuði. Langsamlega líklegast sé að þeir haldist óbreyttir. Vísir Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor. Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor.
Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08