„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 13:35 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. „Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“ Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“
Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12