Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Kolbeinn Kristinsson skrifar 24. júlí 2025 20:51 Fanndís Friðriksdóttir skoraði mikilvægt mark í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur vinnur þennan leik 2-1 en sigurinn hefði þó alveg getað dottið báðum megin þar sem FHL sýndi góða frammistöðu og mikið hjarta. Fanndís Friðriksdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir með mörk Vals en mark FHL skoraði Taylor Marie. Er hægt að skora of snemma? Valskonur byrjuðu þennan leik í kvöld mun betur og skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins, Ragnheiður með markið og Jordyn með stoðsendinguna. Sá sem þetta ritar hélt að þá myndu flóðgáttir jafnvel opnast og fleiri mörk fylgja í kjölfarið en sú varð ekki raunin. Leikurinn jafnaðist út í kjölfarið og bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér einhver afgerandi færi. Á 24. mínútu vann FHL hornspyrnu og upp úr henni, eftir smá darraðardans í teignum, jafnaði Taylor Marie leikinn – og það í sínum fyrsta leik á Íslandi. Sanngjarnt í rauninni. Valskonur urðu fyrir blóðtöku í fyrri hálfleik þegar Natasha meiddist og þurfti að fara út af eftir samstuð við leikmann FHL. FHL sýndi mikið hjarta og vilja í fyrri hálfleik en það er ekki einfalt mál að lenda 1-0 undir á Hlíðarenda strax í byrjun leiks. Áfram stál í stál Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, þ.e. með baráttu og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Áfram skiptust liðin á að hafa boltann án þess þó að skapa sér einhver afgerandi færi. Tvær skottilraunir frá bæði Elísu og Fanndísi sem Keelan í markinu hjá FHL sá við. Tvöföld skipting sem skipti máli Á 59. mínútu gerði Valur tvöfalda skiptingu en inn á komu þær Elín Metta og Jasmín Erla, svo sannarlega ekki amalegir varamenn það! Við það eykst sóknarþungi Valsara og á 62. mínútu skoraði Fanndís það sem reyndist vera sigurmarkið með skoti úr teignum í annarri tilraun. Bæði lið gáfu áfram mikið í leikinn og FHL sótti fast undir lokin en allt kom fyrir ekki og sigur Valskvenna staðreynd. Atvik leiksins Voru tvö að mínu mati. Valur skorar á fyrstu mínútu leiksins og svo Taylor Marie skorar í sínum fyrsta leik á Íslandi, leikmaður sem vert er að fylgjast betur með. Stjörnur og skúrkar Í liði Vals voru Elísa og Fanndís góðar og sömuleiðis átti Tinna í markinu nokkrar góðar vörslur. Hjá FHL stóðu Taylor, Calliste og Björg upp úr en margar sýndu einnig góða frammistöðu og lögðu mikla vinnu í leikinn. Það var enginn skúrkur í kvöld en við sendum Natöshu batakveðjur þar sem hún þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Dómarinn Fín frammistaða í kvöld hjá Bríet dómara og hennar teymi. Þau voru með allar stóru ákvarðanirnar réttar og lítið út á dómarateymið að setja. Einkunn 8,5. Stemning og umgjörð Tæplega 200 manns sáu skemmtilegan leik hér í kvöld. Það var vel mætt af Austurlandinu á Hlíðarenda enda stór hópur Austfirðinga að keppa á ReyCup mótinu í Laugardalnum þessa dagana. Allt upp á tíu í umgjörð hjá heimaliðinu, nú sem fyrr. Kristján Guðmundsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét „Komu aðeins meiri læti í þetta í seinni hálfleik hjá okkur“ Aðspurður hvort að FHL liðið hefði komið sér á óvart sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals að þau hefðu verið meðvituð um ákveðinn óvissuþátt fyrir leik. „Við gerðum ráð fyrir að við værum að fara svolítið í stærð sem við vissum ekki alveg fyrir fram hvað væri stór og það kom líka í ljós að þær (FHL) voru búnar að fá nýtt líf með því að skipta út leikmönnum og koma inn með öfluga leikmenn sem hjálpaði þeim mikið. En kannski var markið sem við skoruðum sem svæfði okkur of mikið,“ sagði Kristján. „Við spiluðum alltof hægt og töpuðum boltanum of oft í uppspilinu finnst mér. Það vantaði eitthvað meira upp á en það komu aðeins meiri læti í þetta í seinni hálfleik hjá okkur,“ sagði Kristján. Næsti leikur er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn FH. „Næsti leikur er alltaf sá stærsti einhvern veginn hjá okkur. Þetta er bikarleikur og við tökum hann alveg út fyrir allt og setjum hann sérstaklega upp. Við vitum það að með því að vinna hann komumst við í úrslitaleikinn en okkur verður að líða aðeins betur inni á vellinum til þess en við gerðum í dag,“ sagði Kristján. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL.Vísir/Guðmundur „Klárlega bjartari tímar framundan“ Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var hreykinn af sínu liði eftir leik: „Mín fyrstu viðbrögð eru að vera stoltur af stelpunum fyrir að vera duglegar að berjast og þora að reyna spila fótbolta og leggja sig allar í þetta. Það er eitthvað sem skiptir máli. Við gerum vissulega tvö lítil mistök sem skapa mörkin. Leikurinn var fínn en ég hefði viljað fá eitthvað meira út úr þessum leik,“ sagði Björgvin. „Liðið sýndi góða frammistöðu í kvöld og ef það heldur áfram í næstu leikjum og með tilkomu nýrra leikmanna þá eru klárlega bjartari tímar framundan hjá liðinu hvað stigasöfnun varðar,“ sagði Björgvin. Elísa Viðarsdóttir.Vísir/Diego „Gríðarlega spenntar og bjartsýnar fyrir bikarnum“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir að liðið hafi byrjað virkilega sterkt eins og áður hefur komið fram en svo slökknaði á þessu „Skítur skeður og við reyndum að vinna úr stöðunni sem við höfðum en þær (FHL) komu sterkt á okkur. Við vorum ekki að halda nægilega vel í boltann og nýta okkur stöðurnar sem mér fannst miklar, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Elísa. Varðandi bikarleikinn gegn FH: „Við höfum verið gríðarlega sterkar í bikarnum og sýnt ólíkar frammistöður úr deildinni þar. Við tökum það svo sannarlega með okkur og ætlum klárlega að halda því hér áfram á heimavelli og við erum gríðarlega spenntar og bjartsýnar fyrir bikarnum,“ sagði Elísa. Besta deild kvenna Valur FHL Fótbolti Íslenski boltinn
Valur vinnur þennan leik 2-1 en sigurinn hefði þó alveg getað dottið báðum megin þar sem FHL sýndi góða frammistöðu og mikið hjarta. Fanndís Friðriksdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir með mörk Vals en mark FHL skoraði Taylor Marie. Er hægt að skora of snemma? Valskonur byrjuðu þennan leik í kvöld mun betur og skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins, Ragnheiður með markið og Jordyn með stoðsendinguna. Sá sem þetta ritar hélt að þá myndu flóðgáttir jafnvel opnast og fleiri mörk fylgja í kjölfarið en sú varð ekki raunin. Leikurinn jafnaðist út í kjölfarið og bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér einhver afgerandi færi. Á 24. mínútu vann FHL hornspyrnu og upp úr henni, eftir smá darraðardans í teignum, jafnaði Taylor Marie leikinn – og það í sínum fyrsta leik á Íslandi. Sanngjarnt í rauninni. Valskonur urðu fyrir blóðtöku í fyrri hálfleik þegar Natasha meiddist og þurfti að fara út af eftir samstuð við leikmann FHL. FHL sýndi mikið hjarta og vilja í fyrri hálfleik en það er ekki einfalt mál að lenda 1-0 undir á Hlíðarenda strax í byrjun leiks. Áfram stál í stál Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, þ.e. með baráttu og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Áfram skiptust liðin á að hafa boltann án þess þó að skapa sér einhver afgerandi færi. Tvær skottilraunir frá bæði Elísu og Fanndísi sem Keelan í markinu hjá FHL sá við. Tvöföld skipting sem skipti máli Á 59. mínútu gerði Valur tvöfalda skiptingu en inn á komu þær Elín Metta og Jasmín Erla, svo sannarlega ekki amalegir varamenn það! Við það eykst sóknarþungi Valsara og á 62. mínútu skoraði Fanndís það sem reyndist vera sigurmarkið með skoti úr teignum í annarri tilraun. Bæði lið gáfu áfram mikið í leikinn og FHL sótti fast undir lokin en allt kom fyrir ekki og sigur Valskvenna staðreynd. Atvik leiksins Voru tvö að mínu mati. Valur skorar á fyrstu mínútu leiksins og svo Taylor Marie skorar í sínum fyrsta leik á Íslandi, leikmaður sem vert er að fylgjast betur með. Stjörnur og skúrkar Í liði Vals voru Elísa og Fanndís góðar og sömuleiðis átti Tinna í markinu nokkrar góðar vörslur. Hjá FHL stóðu Taylor, Calliste og Björg upp úr en margar sýndu einnig góða frammistöðu og lögðu mikla vinnu í leikinn. Það var enginn skúrkur í kvöld en við sendum Natöshu batakveðjur þar sem hún þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Dómarinn Fín frammistaða í kvöld hjá Bríet dómara og hennar teymi. Þau voru með allar stóru ákvarðanirnar réttar og lítið út á dómarateymið að setja. Einkunn 8,5. Stemning og umgjörð Tæplega 200 manns sáu skemmtilegan leik hér í kvöld. Það var vel mætt af Austurlandinu á Hlíðarenda enda stór hópur Austfirðinga að keppa á ReyCup mótinu í Laugardalnum þessa dagana. Allt upp á tíu í umgjörð hjá heimaliðinu, nú sem fyrr. Kristján Guðmundsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét „Komu aðeins meiri læti í þetta í seinni hálfleik hjá okkur“ Aðspurður hvort að FHL liðið hefði komið sér á óvart sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals að þau hefðu verið meðvituð um ákveðinn óvissuþátt fyrir leik. „Við gerðum ráð fyrir að við værum að fara svolítið í stærð sem við vissum ekki alveg fyrir fram hvað væri stór og það kom líka í ljós að þær (FHL) voru búnar að fá nýtt líf með því að skipta út leikmönnum og koma inn með öfluga leikmenn sem hjálpaði þeim mikið. En kannski var markið sem við skoruðum sem svæfði okkur of mikið,“ sagði Kristján. „Við spiluðum alltof hægt og töpuðum boltanum of oft í uppspilinu finnst mér. Það vantaði eitthvað meira upp á en það komu aðeins meiri læti í þetta í seinni hálfleik hjá okkur,“ sagði Kristján. Næsti leikur er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum gegn FH. „Næsti leikur er alltaf sá stærsti einhvern veginn hjá okkur. Þetta er bikarleikur og við tökum hann alveg út fyrir allt og setjum hann sérstaklega upp. Við vitum það að með því að vinna hann komumst við í úrslitaleikinn en okkur verður að líða aðeins betur inni á vellinum til þess en við gerðum í dag,“ sagði Kristján. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL.Vísir/Guðmundur „Klárlega bjartari tímar framundan“ Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var hreykinn af sínu liði eftir leik: „Mín fyrstu viðbrögð eru að vera stoltur af stelpunum fyrir að vera duglegar að berjast og þora að reyna spila fótbolta og leggja sig allar í þetta. Það er eitthvað sem skiptir máli. Við gerum vissulega tvö lítil mistök sem skapa mörkin. Leikurinn var fínn en ég hefði viljað fá eitthvað meira út úr þessum leik,“ sagði Björgvin. „Liðið sýndi góða frammistöðu í kvöld og ef það heldur áfram í næstu leikjum og með tilkomu nýrra leikmanna þá eru klárlega bjartari tímar framundan hjá liðinu hvað stigasöfnun varðar,“ sagði Björgvin. Elísa Viðarsdóttir.Vísir/Diego „Gríðarlega spenntar og bjartsýnar fyrir bikarnum“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir að liðið hafi byrjað virkilega sterkt eins og áður hefur komið fram en svo slökknaði á þessu „Skítur skeður og við reyndum að vinna úr stöðunni sem við höfðum en þær (FHL) komu sterkt á okkur. Við vorum ekki að halda nægilega vel í boltann og nýta okkur stöðurnar sem mér fannst miklar, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Elísa. Varðandi bikarleikinn gegn FH: „Við höfum verið gríðarlega sterkar í bikarnum og sýnt ólíkar frammistöður úr deildinni þar. Við tökum það svo sannarlega með okkur og ætlum klárlega að halda því hér áfram á heimavelli og við erum gríðarlega spenntar og bjartsýnar fyrir bikarnum,“ sagði Elísa.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn