„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2025 07:01 Tómas Lemarquis hefur átt farsælan leiklistarferil og leikið í fjölda erlendra kvikmynda. Hann er nú fluttur heim á Frón þar sem hann starfar sem leiðsögumaður samhliða því að leika. Vísir/Ívar Fannar Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Tómas braust fram á sjónarsviðið í Nóa Albinóa árið 2003 eftir að hafa leikið í grínmyndinni Villiljósi tveimur árum fyrr. Síðan þá hefur hann átt farsælan leiklistarferil erlendis og leikið í stórum Hollywood-myndum á borð við Snowpiercer (2013), X-Men: Apocalypse (2016) og Blade Runner 2049 (2017). Tómas lék Egg-Head í Snowpiercer eftir Bong Joon Ho og á móti Kevin Costner í hasarmyndinni Three Days to Kill. Nýjasta verkefni Tómasar er eitt hans stærsta en hann fer með hlutverk persónunnar Magnifico Giganticus í þriðju seríu geimóperunnar Foundation sem er sýnd á Apple TV+ um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Tómas um ferilinn fram til þessa, risaþættina Foundation og leiklist sem heilandi afl. Nói albinói, Evrópa og Hollywood Eftir að Tómas sló í gegn í byrjun aldar flutti hann af landi brott fyrir leiklistina. Hann bjó erlendis í sautján ár, lengst af í Berlín, áður en sneri aftur heim rétt fyrir Covid. Þegar hann er ekki í tökum þá vinnur Tómas sem leiðsögumaður og því gott að vera með bækistöðvarnar á Íslandi. „Mér líður vel hérna á Íslandi og svo hef ég verið að vinna sem gæd uppi á jökli. Ég er mjög tengdur náttúrunni og náttúran hérna er stórkostleg,“ segir Tómas um heimkomuna. Eftir Nóa albinóa lék Tómas í frönsku myndinni La maison de Nina (2005) og hinni svissnesk-lúxemborgísku Luftbusiness (2009) og íslensku myndunum Kaldri slóð (2006) og Desember (2009). Fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla og honum buðust fleiri hlutverk í erlendum myndum. „Maður byrjaði á stórri sprengju með Nóa albínóa og var tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fór á einhver þrettán festivöl með myndinni. Beint eftir það kom kannski ekkert svo mikið af verkefnum en þetta er oft svolítill rússíbani,“ segir Tómas. „Ef þetta hefði verið enskumælandi mynd hefði kannski verið miklu meira í kjölfarið. Maður þarf líka að koma sér á kortið, sýna að maður tali önnur tungumáli eða hafi áhuga á því,“ segir hann um Nóa albinóa. Nói albinói fjallar um sautján ára strák sem elst upp í afskekktu þorpi á Vestfjörðum. „Það var líka bara annað landslag þá, það var miklu minna í boði að fólk væri með hreim, það er búið að opnast svo mikið fyrir það sem er mjög jákvætt. Í prufum í dag er fólk oft beðið um að tala með eigin hreim, sem fólk var ekkert opið fyrir í Bandaríkjunum áður. Allt hefur opnast mun meira.“ Lífið sem leikari sé eins og önnur vinna í lausamennsku. „Sum ár hafa verið góð og önnur minna. Það er heldur ekkert gefið að fara inn á erlendan markað frá Íslandi. Maður gerir sér grein fyrir því að maður geti ekki farið beint út og verið í aðalhlutverki í Hollywood. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið, það er mikið ævintýri,“ segir hann. Tómas Lemarquis lék á móti Ryan Gosling í Blade Runner 2049 árið 2017.IMDB Vinkona spáði fyrir um verðlaunamynd Ein óvenjulegasta myndin sem Tómas hefur leikið í er hin rúmenska Touch Me Not sem hlaut Gullbjörninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín 2018. Aðdragandinn að því að Tómas fékk hlutverkið var einnig óvenjulegur því vinkona hans, sem sér gegnum holt og hæðir, hafði spáð fyrir um hana. Tómas var tilnefndur sem besti leikari Evrópu á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum fyrir Nóa albinóa.Vísir/Ívar Fannar „Ég sé hérna að það er eitthvað í kortunum með mynd sem er tekin upp í Búkarest og mun vinna einhver stór verðlaun,“ sagði vinkonan. „Ha? Ertu ekki að tala um Búlgaríu?“ svaraði Tómas sem var þá á leiðinni til Sofiu í tökur. „Nei, nei, Búkarest,“ sagði vinkonan. „Mánuði síðar hafði leikstjóri frá Búkarest samband við mig og það var ekki komið neitt handrit, þetta átti allt að vera impróvíserað, fjallaði um tabú umfjöllunarefni og það voru litlir peningar til staðar. Ég hefði örugglega sagt nei nema fyrst þetta var skrifað í stjörnurnar sagði ég já,“ segir Tómas. Margir voru hneykslaðir að Touch Me Not skyldi fá Gullbjörninn. Ferlið var mjög strembið, bæði vegna óvanalegs vinnulagsins og viðkvæms umfjöllunarefnisins en myndin er á mörkum heimildamyndar og leikins efnis og fjallar um mörk fólks, nánd og vandræði með nánd. „Maður er vanur að vera með handrit og mætir í vinnuna og veit hvað maður á að gera. Þarna vissi maður ekkert út í hvað maður var að fara oft. Þetta reyndi rosalega á,“ segir Tómas. „Þú hoppar út í tómið og vonar að þú lendir einhvers staðar einhvern tímann og það komi eitthvað út úr því.“ Tómas með Gullbjörninn ásamt Adina Pintilie, leikstjóra og handritshöfundi Touch Me Not. „Maður vissi ekkert hvað væri að fara að gerast“ Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Foundation, sem byggja á sígildri vísindaskáldsöguseríu Isaacs Asimov, hóf göngu sína á streymisveitunni AppleTV+ í júlí og heldur áfram vikulega fram í september. Tómas fer með stórt hlutverk í þáttunum. „Ég hef áður verið í sjónvarpsseríum en ekki svona ,series regular'. Það tók alveg tuttugu ár að komast inn í þannig hlutverk,“ segir hann. Fimmti þáttur seríunnar er sýndur í kvöld og fær karakter Tómasar sérstaklega mikinn skjátíma. Serían hefur þó verið í smá tíma á leiðinni og lenti í ýmsum skakkaföllum. Tómas leikur Magnifico Giganticus sem er burðarhlutverk í þriðju seríu Foundation.Vísir/Ívar Fannar Eftir þriggja mánaða framleiðslu stöðvaði verkfall Hollywood-leikara og handritshöfunda árið 2023. Síðan steig David S. Goyer, yfirframleiðandi og heilinn bak við þættina, til hliðar og sneri ekki aftur þegar tökur hófust aftur. „Þetta var rosalega stressandi tímabil því sumar seríur lifðu ekkert af,“ segir Tómas um framleiðslustoppið vegna verkfallsins. „Maður vissi ekkert hvað væri að fara að gerast og allt var í lausu lofti. Maður var loksins búinn að fá stóra break-ið og þá gerist þetta þannig þetta var stressandi.“ Fór í gegnum heilandi innra ferðalag fyrir hlutverkið Tómas hefur nýlega byrjað að vinna með leiklistarleiðbeinandanum Kennedy Brown sem stendur að baki heilandi leiklistartækninni The Lucid Body sem vinnur meðal annars með orkustöðvar líkamans og erkitýpur. „Ég hef farið á mikið af námskeiðum hjá honum, var í júní á tveggja vikna intensívu námskeiði í Los Angeles og hann hefur komið til Íslands. Ég hef verið að vinna með honum að þjálfa mig fyrir hlutverk og við byrjuðum að vinna saman að franskri Netflix-seríu, Gone for Good,“ segir Tómas. Leiklist getur haft mikil áhrif bæði á áhorfendur og þann sem er á sviðinu.Vísir/Ívar Fannar Slík þjálfun er ekki algeng á Íslandi þó fleiri og fleiri leikarar séu byrjaðir að vinna með slíkum þjálfurum. Tómas fékk hann til að þjálfa sig fyrir prufuna fyrir Foundation og reyndist það hafa mikil áhrif. „Það var rosasterk tenging, það var eins og ég þekkti þennan karakter sem gerist ekki oft með svona afgerandi hætti,“ segir Tómas um Magnifico Giganticus. The Lucid Body byggist að hluta til á því að fara út fyrir þægindarammann og kafa ofan í eigin persónu. „Það var alveg magnað innra ferðalag sem ég þurfti að fara í og heilun sem ég þurfti að ganga í gegnum til að geta leikið þennan karakter. Þannig þetta hafði mikil djúp áhrif á mitt líf,“ segir hann. Þurfti að tengja við sitt innra barn Áhugi Tómasar á leiklistinni sem heilandi afli, fyrir leikarann og aðra, hefur aukist og sömuleiðis hugmyndin um að kanna hluti sem maður hefur áður verið hræddur við að stíga inn í. „Partur af þessari vinnu er trámatengdur, byggir upphaflega á hugmyndum William Reich um að áföll sitji eftir í líkamanum og hluti af æfingunum er að setja sig í ákveðna stellingu sem framkallar skjálfta. Þú ferð að skjálfa, heldur inni spennu og oft koma minningar með því,“ segir Tómas. „Ég þurfti að tengja við saklausa áhyggjulausa barnið í mér fyrir hlutverkið. Erfiður skilnaður foreldra minna í æsku gerði að verkum að ég átti erfitt með að tengjast því og þurfti að fara í heilunarvinnu varðandi það. Því fylgdi rosamikið frelsi og stórkostlegt að fá leyfi til að fara út í það með karakterinn,“ segir hann. Tómas segir það ekki vera eins mikla pressu að leika í litlum hlutverkum. Maður hafi ekki tíma til að kynnast öllum, þurfi bara að koma inn, standa sig og fara.Vísir/Ívar Fannar Hlutverkið hafi ekki bara haft áhrif á feril Tómasar heldur líka mótandi áhrif á líf hans. „Ég trúi ekki á tilviljarnir og held að hlutirnir gerist á réttum tíma og komi inn í líf manns þegar maður er tilbúinn,“ segir Tómas. Hann vonast til að geta unnið áfram með næstu hlutverk sín á sama máta. „Það er rosalega óáhugavert að horfa á leikara sem er hundrað prósent inni í þægindarammanum og gerir aftur eitthvað sem hann þekkir. Það er svo mikið líf í því þegar þú sérð að hann er virkilega að fara inn á eitthvað hættulegt svæði,“ segir Tómas. Næst á dagskrá hjá Tómasi eru sjónvarpsþættirnir Bless bless Blesi sem fjalla um hestamennsku og eru teknir upp á Hólum í Hjaltadal. Tómas verður í tökum á þeim út sumarið en hvað fylgir í kjölfarið mun framtíðin leiða í ljós. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. 22. október 2017 11:15 Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00 Snýst ekki um einhverjar pallíettur Tómas Lemarquis hefur búið og starfað erlendis í tíu ár og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann er nú heima í stuttu hléi frá tökum á annarri stærstu mynd hans til þessa, alþjóðlegri mynd með Kevin Costner í aðalhlutverki. 9. mars 2013 06:00 Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Tómas braust fram á sjónarsviðið í Nóa Albinóa árið 2003 eftir að hafa leikið í grínmyndinni Villiljósi tveimur árum fyrr. Síðan þá hefur hann átt farsælan leiklistarferil erlendis og leikið í stórum Hollywood-myndum á borð við Snowpiercer (2013), X-Men: Apocalypse (2016) og Blade Runner 2049 (2017). Tómas lék Egg-Head í Snowpiercer eftir Bong Joon Ho og á móti Kevin Costner í hasarmyndinni Three Days to Kill. Nýjasta verkefni Tómasar er eitt hans stærsta en hann fer með hlutverk persónunnar Magnifico Giganticus í þriðju seríu geimóperunnar Foundation sem er sýnd á Apple TV+ um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Tómas um ferilinn fram til þessa, risaþættina Foundation og leiklist sem heilandi afl. Nói albinói, Evrópa og Hollywood Eftir að Tómas sló í gegn í byrjun aldar flutti hann af landi brott fyrir leiklistina. Hann bjó erlendis í sautján ár, lengst af í Berlín, áður en sneri aftur heim rétt fyrir Covid. Þegar hann er ekki í tökum þá vinnur Tómas sem leiðsögumaður og því gott að vera með bækistöðvarnar á Íslandi. „Mér líður vel hérna á Íslandi og svo hef ég verið að vinna sem gæd uppi á jökli. Ég er mjög tengdur náttúrunni og náttúran hérna er stórkostleg,“ segir Tómas um heimkomuna. Eftir Nóa albinóa lék Tómas í frönsku myndinni La maison de Nina (2005) og hinni svissnesk-lúxemborgísku Luftbusiness (2009) og íslensku myndunum Kaldri slóð (2006) og Desember (2009). Fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla og honum buðust fleiri hlutverk í erlendum myndum. „Maður byrjaði á stórri sprengju með Nóa albínóa og var tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fór á einhver þrettán festivöl með myndinni. Beint eftir það kom kannski ekkert svo mikið af verkefnum en þetta er oft svolítill rússíbani,“ segir Tómas. „Ef þetta hefði verið enskumælandi mynd hefði kannski verið miklu meira í kjölfarið. Maður þarf líka að koma sér á kortið, sýna að maður tali önnur tungumáli eða hafi áhuga á því,“ segir hann um Nóa albinóa. Nói albinói fjallar um sautján ára strák sem elst upp í afskekktu þorpi á Vestfjörðum. „Það var líka bara annað landslag þá, það var miklu minna í boði að fólk væri með hreim, það er búið að opnast svo mikið fyrir það sem er mjög jákvætt. Í prufum í dag er fólk oft beðið um að tala með eigin hreim, sem fólk var ekkert opið fyrir í Bandaríkjunum áður. Allt hefur opnast mun meira.“ Lífið sem leikari sé eins og önnur vinna í lausamennsku. „Sum ár hafa verið góð og önnur minna. Það er heldur ekkert gefið að fara inn á erlendan markað frá Íslandi. Maður gerir sér grein fyrir því að maður geti ekki farið beint út og verið í aðalhlutverki í Hollywood. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið, það er mikið ævintýri,“ segir hann. Tómas Lemarquis lék á móti Ryan Gosling í Blade Runner 2049 árið 2017.IMDB Vinkona spáði fyrir um verðlaunamynd Ein óvenjulegasta myndin sem Tómas hefur leikið í er hin rúmenska Touch Me Not sem hlaut Gullbjörninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín 2018. Aðdragandinn að því að Tómas fékk hlutverkið var einnig óvenjulegur því vinkona hans, sem sér gegnum holt og hæðir, hafði spáð fyrir um hana. Tómas var tilnefndur sem besti leikari Evrópu á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum fyrir Nóa albinóa.Vísir/Ívar Fannar „Ég sé hérna að það er eitthvað í kortunum með mynd sem er tekin upp í Búkarest og mun vinna einhver stór verðlaun,“ sagði vinkonan. „Ha? Ertu ekki að tala um Búlgaríu?“ svaraði Tómas sem var þá á leiðinni til Sofiu í tökur. „Nei, nei, Búkarest,“ sagði vinkonan. „Mánuði síðar hafði leikstjóri frá Búkarest samband við mig og það var ekki komið neitt handrit, þetta átti allt að vera impróvíserað, fjallaði um tabú umfjöllunarefni og það voru litlir peningar til staðar. Ég hefði örugglega sagt nei nema fyrst þetta var skrifað í stjörnurnar sagði ég já,“ segir Tómas. Margir voru hneykslaðir að Touch Me Not skyldi fá Gullbjörninn. Ferlið var mjög strembið, bæði vegna óvanalegs vinnulagsins og viðkvæms umfjöllunarefnisins en myndin er á mörkum heimildamyndar og leikins efnis og fjallar um mörk fólks, nánd og vandræði með nánd. „Maður er vanur að vera með handrit og mætir í vinnuna og veit hvað maður á að gera. Þarna vissi maður ekkert út í hvað maður var að fara oft. Þetta reyndi rosalega á,“ segir Tómas. „Þú hoppar út í tómið og vonar að þú lendir einhvers staðar einhvern tímann og það komi eitthvað út úr því.“ Tómas með Gullbjörninn ásamt Adina Pintilie, leikstjóra og handritshöfundi Touch Me Not. „Maður vissi ekkert hvað væri að fara að gerast“ Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Foundation, sem byggja á sígildri vísindaskáldsöguseríu Isaacs Asimov, hóf göngu sína á streymisveitunni AppleTV+ í júlí og heldur áfram vikulega fram í september. Tómas fer með stórt hlutverk í þáttunum. „Ég hef áður verið í sjónvarpsseríum en ekki svona ,series regular'. Það tók alveg tuttugu ár að komast inn í þannig hlutverk,“ segir hann. Fimmti þáttur seríunnar er sýndur í kvöld og fær karakter Tómasar sérstaklega mikinn skjátíma. Serían hefur þó verið í smá tíma á leiðinni og lenti í ýmsum skakkaföllum. Tómas leikur Magnifico Giganticus sem er burðarhlutverk í þriðju seríu Foundation.Vísir/Ívar Fannar Eftir þriggja mánaða framleiðslu stöðvaði verkfall Hollywood-leikara og handritshöfunda árið 2023. Síðan steig David S. Goyer, yfirframleiðandi og heilinn bak við þættina, til hliðar og sneri ekki aftur þegar tökur hófust aftur. „Þetta var rosalega stressandi tímabil því sumar seríur lifðu ekkert af,“ segir Tómas um framleiðslustoppið vegna verkfallsins. „Maður vissi ekkert hvað væri að fara að gerast og allt var í lausu lofti. Maður var loksins búinn að fá stóra break-ið og þá gerist þetta þannig þetta var stressandi.“ Fór í gegnum heilandi innra ferðalag fyrir hlutverkið Tómas hefur nýlega byrjað að vinna með leiklistarleiðbeinandanum Kennedy Brown sem stendur að baki heilandi leiklistartækninni The Lucid Body sem vinnur meðal annars með orkustöðvar líkamans og erkitýpur. „Ég hef farið á mikið af námskeiðum hjá honum, var í júní á tveggja vikna intensívu námskeiði í Los Angeles og hann hefur komið til Íslands. Ég hef verið að vinna með honum að þjálfa mig fyrir hlutverk og við byrjuðum að vinna saman að franskri Netflix-seríu, Gone for Good,“ segir Tómas. Leiklist getur haft mikil áhrif bæði á áhorfendur og þann sem er á sviðinu.Vísir/Ívar Fannar Slík þjálfun er ekki algeng á Íslandi þó fleiri og fleiri leikarar séu byrjaðir að vinna með slíkum þjálfurum. Tómas fékk hann til að þjálfa sig fyrir prufuna fyrir Foundation og reyndist það hafa mikil áhrif. „Það var rosasterk tenging, það var eins og ég þekkti þennan karakter sem gerist ekki oft með svona afgerandi hætti,“ segir Tómas um Magnifico Giganticus. The Lucid Body byggist að hluta til á því að fara út fyrir þægindarammann og kafa ofan í eigin persónu. „Það var alveg magnað innra ferðalag sem ég þurfti að fara í og heilun sem ég þurfti að ganga í gegnum til að geta leikið þennan karakter. Þannig þetta hafði mikil djúp áhrif á mitt líf,“ segir hann. Þurfti að tengja við sitt innra barn Áhugi Tómasar á leiklistinni sem heilandi afli, fyrir leikarann og aðra, hefur aukist og sömuleiðis hugmyndin um að kanna hluti sem maður hefur áður verið hræddur við að stíga inn í. „Partur af þessari vinnu er trámatengdur, byggir upphaflega á hugmyndum William Reich um að áföll sitji eftir í líkamanum og hluti af æfingunum er að setja sig í ákveðna stellingu sem framkallar skjálfta. Þú ferð að skjálfa, heldur inni spennu og oft koma minningar með því,“ segir Tómas. „Ég þurfti að tengja við saklausa áhyggjulausa barnið í mér fyrir hlutverkið. Erfiður skilnaður foreldra minna í æsku gerði að verkum að ég átti erfitt með að tengjast því og þurfti að fara í heilunarvinnu varðandi það. Því fylgdi rosamikið frelsi og stórkostlegt að fá leyfi til að fara út í það með karakterinn,“ segir hann. Tómas segir það ekki vera eins mikla pressu að leika í litlum hlutverkum. Maður hafi ekki tíma til að kynnast öllum, þurfi bara að koma inn, standa sig og fara.Vísir/Ívar Fannar Hlutverkið hafi ekki bara haft áhrif á feril Tómasar heldur líka mótandi áhrif á líf hans. „Ég trúi ekki á tilviljarnir og held að hlutirnir gerist á réttum tíma og komi inn í líf manns þegar maður er tilbúinn,“ segir Tómas. Hann vonast til að geta unnið áfram með næstu hlutverk sín á sama máta. „Það er rosalega óáhugavert að horfa á leikara sem er hundrað prósent inni í þægindarammanum og gerir aftur eitthvað sem hann þekkir. Það er svo mikið líf í því þegar þú sérð að hann er virkilega að fara inn á eitthvað hættulegt svæði,“ segir Tómas. Næst á dagskrá hjá Tómasi eru sjónvarpsþættirnir Bless bless Blesi sem fjalla um hestamennsku og eru teknir upp á Hólum í Hjaltadal. Tómas verður í tökum á þeim út sumarið en hvað fylgir í kjölfarið mun framtíðin leiða í ljós.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. 22. október 2017 11:15 Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00 Snýst ekki um einhverjar pallíettur Tómas Lemarquis hefur búið og starfað erlendis í tíu ár og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann er nú heima í stuttu hléi frá tökum á annarri stærstu mynd hans til þessa, alþjóðlegri mynd með Kevin Costner í aðalhlutverki. 9. mars 2013 06:00 Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. 22. október 2017 11:15
Tómas Lemarquis fer með hlutverk Caliban í X-Men: Apocalypse Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en á meðal annarra leikara í myndinni eru Jennifer Lawrence og Michael Fassbender. 10. júlí 2015 17:00
Snýst ekki um einhverjar pallíettur Tómas Lemarquis hefur búið og starfað erlendis í tíu ár og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann er nú heima í stuttu hléi frá tökum á annarri stærstu mynd hans til þessa, alþjóðlegri mynd með Kevin Costner í aðalhlutverki. 9. mars 2013 06:00