Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:00 Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar