Innlent

Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einn gisti fangageymslur lögreglu nú í morgunsárið.
Einn gisti fangageymslur lögreglu nú í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um mann sem stóð við glugga fyrir utan stofu á heimili á höfuðborgarsvæðinu og starði inn. Hundurinn á heimilinu gerði húsráðanda vart.

Maðurinn lét sig hverfa og fannst ekki við leit.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um innbrot í fyrirtæki þar sem einstaklingur virðist hafa komist inn um ólæsta hurða eða glugga og haft á brott með sér fjármuni úr peningakassa. Málið er í rannsókn.

Lögregla var einnig kölluð til vegna rúðubrots á útidyrahurð fjölbýliss í Reykjavík. Lögregla hefður ákveðna einstaklinga grunaða í málinu, sem hafa verið að koma sér fyrir í stigagöngum húsa.

Tvær tilkynningar bárust um umferðarslys. Í öðru tilvikinu missti ökumaður meðvitund þegar hann ók á skilti en rankaði við sér stuttu seinna. Í hinu var um að ræða árekstur milli tveggja bifreiða, þar sem ökumaður annarar þeirra viðurkenndi að hafa ekið of hratt miðað við aðstæður.

Önnur bifreiðin var óökufær eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×