Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 07:58 Kristófer Acox hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan 2022 Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals og lengi vel landsliðsins í körfubolta, hefur opnað sig um ágreining við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen. Kristófer fer ekki á EM í haust og segist Pedersen aldrei ætla að velja hann aftur. Kristófer hefur ekki verið í landsliðinu síðan hann meiddist í úrslitaeinvígi Vals við Grindavík vorið 2024. Hann var ekki í æfingahópi landsliðsins fyrir komandi mót sem tilkynntur var á fimmtudag en hafði vitað af því síðan í febrúar. Vísir spurði þá landsliðsþjálfarann Craig Pedersen út í stöðuna vegna meints ósættis þeirra á milli eftir fundinn í febrúar. Craig sagði það á milli hans og Kristófers og vildi ekki tjá sig frekar. Í febrúar átti Kristófer téðan fund með Pedersen þar sem Kristófer leitaði sátta eftir ósætti milli þeirra. Kristófer fannst leiðinlegt að enginn frá KKÍ eða úr landsliðsþjálfarateyminu hefði verið í sambandi við hann þegar hann var kominn á fullt eftir meiðslin. „Ég átti fund með Craig í febrúar. Þá hafði ég sent skilaboð á Arnar Guðjóns (afreksstjóra KKÍ). Ég var byrjaður að spila aftur eftir meiðslin í fyrra og tjáði honum vonbrigði mín með að það væri ekkert búið að heyra í mér og taka stöðuna á mér eða hvort ég væri tilbúinn að gefa kost á mér. Mér fannst það vonbrigði og smá vanvirðing,“ segir Kristófer. Reyndi að axla ábyrgð Kristófer sá þá fyrir sér að Arnar yrði ákveðinn tengiliður í þeim samskiptum, í stað þess að hann sendi beint á þjálfarann. Arnar áframsendi þau skilaboð og fundur var settur upp. Viðtal sem Kristófer fór í hjá mbl sumarið 2024 hafði farið fyrir brjóstið á Pedersen. „Herbert (Arnarson, stjórnarmaður KKÍ) situr fundinn en sagði svo sem ekkert. Ég tala örugglega mest allan fundinn. Við fundum örugglega í meira en klukkutíma og ég reyni að hreinsa loftið. Þá hafði ég heyrt að Craig hafi verið ósáttur við viðtal sem ég fór í hjá mbl,“ segir Kristófer. „Fundurinn endar í raun þannig að svo lengi sem hann er að þjálfa liðið mun ég ekki vera partur af hópnum í framhaldinu. Og þetta er í rauninni ég að reyna að axla ábyrgð á þessu viðtali, sem ég fór ekki í til að vera með eitthvað vesen. Ég baðst afsökunar á því og skal alveg taka ábyrgð á því að ég sagði hluti sem ég átti ekki að segja í fjölmiðlum. En ég sá ekki ástæðu til að við gætum ekki mæst í miðjunni og náð að sættast og allavega halda sumrinu opnu,“ „Hvort það væri þá hægt að sættast eða komast í þannig stöðu að við gætum verið á sömu blaðsíðu. Hann þvertók fyrir það. Það skipti í raun ekki máli hversu oft ég baðst afsökunar á þessum fundi. Það aldrei nóg. Hann tjáði mér í rauninni að meðan hann væri að þjálfa yrði ég ekki partur af liðinu. Þetta í rauninni endaði bara þar,“ segir Kristófer. Þrjár ástæður sem Pedersen gaf Auk viðtalsins við mbl voru tvær ástæður til viðbótar fyrir ósætti landsliðsþjálfarans við Kristófer, að hans sögn. Að Kristófer hafi ekki mætt á æfingar með landsliðinu sumarið 2024, þegar hann ný kominn úr aðgerð eftir hnémeiðslin gegn Grindavík, og að hann hafi ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni árið 2022. Ástæðurnar sem Pedersen gaf að sögn Kristófers fyrir því að hann yrði ekki valinn í liðið.Vísir/Sara „Mér fannst þetta alltaf vera svolítið persónulegt. Án þess að ég sé að spila eitthvað fórnarlambsdæmi. Og þriðja ástæðan var að ég gaf ekki kost á mér í verkefni 2022. En hann hefur náttúrulega valið mig oft síðan þannig að ég sagði við hann að mér fyndist þetta fullhart, að nota þessar þrjár ástæður til að í rauninni henda mér úr landsliðinu sem ég er búinn að vera hluti af síðan 2015,“ segir Kristófer. „Mér finnst leiðinlegast að geta ekki verið með bræðrum mínum í ferðalögum og minningum og þessum leikjum. Ég gerði í rauninni allt sem ég gat, fannst mér. Ég reyndi að taka á mig alla ábyrgð eða hvað sem það var og biðjast afsökunar. Ég bauðst til að tala við liðið og biðja það afsökunar en sama hverju ég stakk upp á var hann harður á því að ég yrði ekki með,“ Sárt og sveið Kristófer segir það eðlilega hafa verið særandi að fá þessi skilaboð enda draumur flestra að spila á stórmóti fyrir Íslands hönd. „Þetta var sárt eftir fundinn og sveið alveg. Það var mjög leiðinlegt. Miðað við hvernig ég kom inn á fundinn og reyndi að laga þetta. En miðað við hans viðbrögð er ég eiginlega á þeim stað að hann langar augljóslega ekki að hafa mig í hópnum,“ „Þess vegna segi ég að mér finnist þetta persónulegt. Í grunninn finnast mér þetta loðnar ástæður fyrir því að henda mér úr hópnum og ekki einu sinni reyna að gefa mér annað tækifæri, ef það er hægt að kalla þetta það,“ segir Kristófer. Vill ekki leika aftur fyrir Craig heldur Kristófer segist hafa farið á fundinn með það fyrir augum að kyngja stoltinu og reyna að finna milliveg. Aðspurður hvort hann hafi reynt að heyra í landsliðsþjálfaranum síðan í febrúar segir hann skilaboð þjálfarans hafa verið skýr. „Ég var heldur ekki alveg viss á hverju ég var að biðjast afsökunar á. Sem fullorðinn einstaklingur er ég ekki að fara að biðjast afsökunar á einhverju sem ég sé ekki ástæðu til, til að byrja með. En ég gat alveg kyngt stoltinu af því mér fannst þetta vera stærra en bara eitthvað rifrildi. Ég var tilbúinn að setja það til hliðar til að geta verið með liðinu. Ég reyndi og reyndi að biðjast afsökunar á því sem ég er búinn að nefna. En hann var alveg harður á sinni ákvörðun,“ segir Kristófer. Líkt og Craig vilji hann ekki, sér Kristófer ekki heldur fyrir sér að leika fyrir hann aftur. „En eins mikið og hann vill ekki hafa mig áfram í liðinu meðan hann þjálfar, þá held ég að það sé á báða vegu. Þá langar mig ekki að spila fyrir svona þjálfara heldur, held ég.“ Ætlar ekki til Póllands en öskrar á sjónvarpið Kristófer segist vera búinn að jafna sig á áfallinu, enda langt um liðið frá fundinum. Hann hafi fyrir töluverðu síðan sætt sig við að spila á ekki á móti haustsins. Hann muni styðja liðið úr fjarlægð. Klippa: Kristófer Acox opnar sig um ágreininginn við Craig Pedersen „Ég er ekkert að missa mig í dag. Ég er búinn að vita þetta í marga mánuði. Þetta kemur ekki á óvart. Ég verð allavega ekki í Póllandi. Ég verð ekki í stúkunni en maður fylgist með þessu annars staðar. Svo er maður í góðu sambandi við strákana og verður duglegur að peppa þá gegnum samfélagsmiðla eða hvað sem það er.“ „Maður fær eitthvað fomo, það er klárt mál. En verður stoltur af þeim og þvílíkt afrek hjá þeim að komast á mótið. Maður mun fylgjast með alveg klárlega. Ég verð ekki í stúkunni en hvar sem ég verð í heiminum mun ég að sjálfsögðu fylgjast með öllum leikjunum og öskra á skjáinn,“ segir Kristófer að endingu. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum sem fylgir fréttinni og sömuleiðis á síðunni Besta sætið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Kristófer hefur ekki verið í landsliðinu síðan hann meiddist í úrslitaeinvígi Vals við Grindavík vorið 2024. Hann var ekki í æfingahópi landsliðsins fyrir komandi mót sem tilkynntur var á fimmtudag en hafði vitað af því síðan í febrúar. Vísir spurði þá landsliðsþjálfarann Craig Pedersen út í stöðuna vegna meints ósættis þeirra á milli eftir fundinn í febrúar. Craig sagði það á milli hans og Kristófers og vildi ekki tjá sig frekar. Í febrúar átti Kristófer téðan fund með Pedersen þar sem Kristófer leitaði sátta eftir ósætti milli þeirra. Kristófer fannst leiðinlegt að enginn frá KKÍ eða úr landsliðsþjálfarateyminu hefði verið í sambandi við hann þegar hann var kominn á fullt eftir meiðslin. „Ég átti fund með Craig í febrúar. Þá hafði ég sent skilaboð á Arnar Guðjóns (afreksstjóra KKÍ). Ég var byrjaður að spila aftur eftir meiðslin í fyrra og tjáði honum vonbrigði mín með að það væri ekkert búið að heyra í mér og taka stöðuna á mér eða hvort ég væri tilbúinn að gefa kost á mér. Mér fannst það vonbrigði og smá vanvirðing,“ segir Kristófer. Reyndi að axla ábyrgð Kristófer sá þá fyrir sér að Arnar yrði ákveðinn tengiliður í þeim samskiptum, í stað þess að hann sendi beint á þjálfarann. Arnar áframsendi þau skilaboð og fundur var settur upp. Viðtal sem Kristófer fór í hjá mbl sumarið 2024 hafði farið fyrir brjóstið á Pedersen. „Herbert (Arnarson, stjórnarmaður KKÍ) situr fundinn en sagði svo sem ekkert. Ég tala örugglega mest allan fundinn. Við fundum örugglega í meira en klukkutíma og ég reyni að hreinsa loftið. Þá hafði ég heyrt að Craig hafi verið ósáttur við viðtal sem ég fór í hjá mbl,“ segir Kristófer. „Fundurinn endar í raun þannig að svo lengi sem hann er að þjálfa liðið mun ég ekki vera partur af hópnum í framhaldinu. Og þetta er í rauninni ég að reyna að axla ábyrgð á þessu viðtali, sem ég fór ekki í til að vera með eitthvað vesen. Ég baðst afsökunar á því og skal alveg taka ábyrgð á því að ég sagði hluti sem ég átti ekki að segja í fjölmiðlum. En ég sá ekki ástæðu til að við gætum ekki mæst í miðjunni og náð að sættast og allavega halda sumrinu opnu,“ „Hvort það væri þá hægt að sættast eða komast í þannig stöðu að við gætum verið á sömu blaðsíðu. Hann þvertók fyrir það. Það skipti í raun ekki máli hversu oft ég baðst afsökunar á þessum fundi. Það aldrei nóg. Hann tjáði mér í rauninni að meðan hann væri að þjálfa yrði ég ekki partur af liðinu. Þetta í rauninni endaði bara þar,“ segir Kristófer. Þrjár ástæður sem Pedersen gaf Auk viðtalsins við mbl voru tvær ástæður til viðbótar fyrir ósætti landsliðsþjálfarans við Kristófer, að hans sögn. Að Kristófer hafi ekki mætt á æfingar með landsliðinu sumarið 2024, þegar hann ný kominn úr aðgerð eftir hnémeiðslin gegn Grindavík, og að hann hafi ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni árið 2022. Ástæðurnar sem Pedersen gaf að sögn Kristófers fyrir því að hann yrði ekki valinn í liðið.Vísir/Sara „Mér fannst þetta alltaf vera svolítið persónulegt. Án þess að ég sé að spila eitthvað fórnarlambsdæmi. Og þriðja ástæðan var að ég gaf ekki kost á mér í verkefni 2022. En hann hefur náttúrulega valið mig oft síðan þannig að ég sagði við hann að mér fyndist þetta fullhart, að nota þessar þrjár ástæður til að í rauninni henda mér úr landsliðinu sem ég er búinn að vera hluti af síðan 2015,“ segir Kristófer. „Mér finnst leiðinlegast að geta ekki verið með bræðrum mínum í ferðalögum og minningum og þessum leikjum. Ég gerði í rauninni allt sem ég gat, fannst mér. Ég reyndi að taka á mig alla ábyrgð eða hvað sem það var og biðjast afsökunar. Ég bauðst til að tala við liðið og biðja það afsökunar en sama hverju ég stakk upp á var hann harður á því að ég yrði ekki með,“ Sárt og sveið Kristófer segir það eðlilega hafa verið særandi að fá þessi skilaboð enda draumur flestra að spila á stórmóti fyrir Íslands hönd. „Þetta var sárt eftir fundinn og sveið alveg. Það var mjög leiðinlegt. Miðað við hvernig ég kom inn á fundinn og reyndi að laga þetta. En miðað við hans viðbrögð er ég eiginlega á þeim stað að hann langar augljóslega ekki að hafa mig í hópnum,“ „Þess vegna segi ég að mér finnist þetta persónulegt. Í grunninn finnast mér þetta loðnar ástæður fyrir því að henda mér úr hópnum og ekki einu sinni reyna að gefa mér annað tækifæri, ef það er hægt að kalla þetta það,“ segir Kristófer. Vill ekki leika aftur fyrir Craig heldur Kristófer segist hafa farið á fundinn með það fyrir augum að kyngja stoltinu og reyna að finna milliveg. Aðspurður hvort hann hafi reynt að heyra í landsliðsþjálfaranum síðan í febrúar segir hann skilaboð þjálfarans hafa verið skýr. „Ég var heldur ekki alveg viss á hverju ég var að biðjast afsökunar á. Sem fullorðinn einstaklingur er ég ekki að fara að biðjast afsökunar á einhverju sem ég sé ekki ástæðu til, til að byrja með. En ég gat alveg kyngt stoltinu af því mér fannst þetta vera stærra en bara eitthvað rifrildi. Ég var tilbúinn að setja það til hliðar til að geta verið með liðinu. Ég reyndi og reyndi að biðjast afsökunar á því sem ég er búinn að nefna. En hann var alveg harður á sinni ákvörðun,“ segir Kristófer. Líkt og Craig vilji hann ekki, sér Kristófer ekki heldur fyrir sér að leika fyrir hann aftur. „En eins mikið og hann vill ekki hafa mig áfram í liðinu meðan hann þjálfar, þá held ég að það sé á báða vegu. Þá langar mig ekki að spila fyrir svona þjálfara heldur, held ég.“ Ætlar ekki til Póllands en öskrar á sjónvarpið Kristófer segist vera búinn að jafna sig á áfallinu, enda langt um liðið frá fundinum. Hann hafi fyrir töluverðu síðan sætt sig við að spila á ekki á móti haustsins. Hann muni styðja liðið úr fjarlægð. Klippa: Kristófer Acox opnar sig um ágreininginn við Craig Pedersen „Ég er ekkert að missa mig í dag. Ég er búinn að vita þetta í marga mánuði. Þetta kemur ekki á óvart. Ég verð allavega ekki í Póllandi. Ég verð ekki í stúkunni en maður fylgist með þessu annars staðar. Svo er maður í góðu sambandi við strákana og verður duglegur að peppa þá gegnum samfélagsmiðla eða hvað sem það er.“ „Maður fær eitthvað fomo, það er klárt mál. En verður stoltur af þeim og þvílíkt afrek hjá þeim að komast á mótið. Maður mun fylgjast með alveg klárlega. Ég verð ekki í stúkunni en hvar sem ég verð í heiminum mun ég að sjálfsögðu fylgjast með öllum leikjunum og öskra á skjáinn,“ segir Kristófer að endingu. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum sem fylgir fréttinni og sömuleiðis á síðunni Besta sætið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira