Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 07:49 Það var gaman í Laugardalnum í gærkvöldi, allavega í einu húsi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira